HSV mun næstu fjórar vikur bjóða upp á námskeið um hugræna þjálfun fyrir unga íþróttamenn. Námskeiðið er hluti af Afreksformi HSV þessa önnina. Ekki þarf að greiða sérstaklega fyrir námskeiðið  en allir þátttakendur þurfa að vera skráðir í Afreksformið þar sem námskeiðsgjald er kr. 8.000.

Til að áætla fjölda þáttakenda þarf að skrá sig í hugræna þjálfun í gegnum skráningarsíðu HSV. Einnig má velja skráning iðkenda inn á heimasíðu HSV. Þeir sem ekki eru skráðir í Afreksformið geta gert það á sama stað.

Þátttakendum er skipt í tvo hópa, eldri og yngri.

Yngri hópurinn, iðkendur fædd 2005 og 2006, verður á fimmtudögum kl. 16.15-17.00.

Eldri hópurinn, iðkendur fædd 2003 og 2004, verða á fimmtudögum kl. 17.15 -18.00.

Ef iðkendur komast ekki í sinn tíma er þeim heimilt að skrá sig á hina tímasetninguna.

Fyrsti tími er fimmtudaginn 21. febrúar og síðan áfram næstu þrjá fimmtudaga; 28. febrúar, 7. mars og 14. mars.

Námskeiðið er haldið í kennslustofu í Menntaskólanum á Ísafirði.

 

Efnistök námskeiðsins eru eftirfarandi:

  • - Hvað er hugræn þjálfun? Hverjir nota hana og af hverju.
  • - Markmið, jákvætt og neikvætt sjálfstal, sjáfstraust.
  • - Slökun og spennustjórnun.
  • - Einnig verða verkefni sem þátttakendur eiga að æfa sig í heima.

 

Kennari á námskeiðinu er Baldur Ingi Jónasson sálfræðingur. Baldur hefur víðtæka reynslu úr íþróttum bæði sem iðkandi og þjálfari.