Aðildafélög HSV hafa komið sér saman um að vera í eins utanyfirbúningum.  Teljum við þetta mikið framfaraskref og verður öllum til mikilla þæginda hvort sem um er að ræða stjórnir aðildarfélaga, iðkendur eða foreldra og forráðamanna iðkenda.  Nú þarf einungis að kaupa einn galla þó iðkandi sé að stunda fleiri en eina grein. 
Vestri er í æfingaferð á Spáni og voru þau öll í þessum göllum.  Er mjög gaman að sjá krakkana í eins búningum og flott að sjá HSV og Ísafjarðarbæ á bakinu enda vakti það athygli annarra farþega í vélinni og vakti athygli á krökkunum í Vestra og Ísafjarðarbæ.
Gallarnir eru seldir í Legg og Skel á Ísafirði.