Lýðháskólinn á Flateyri

Svo miklu meira en bara skóli

Viltu stunda nám án áherslu á einingar og próf? Taka frá heilan vetur til prófa hvað í þér býr? Velja þér ný viðfangsefni við nýjar aðstæður með nýjum vinum?

Lýðháskólinn á Flateyri auglýsir eftir umsóknum til náms frá og með 15. apríl en kennsla hefst haustið 2018. Umsóknir fara fram á  vefsvæði skólans www.lydflat.is þar sem nálgast má upplýsingar um skólann og námsframboð.

Skólinn, námsframboð og kennarar eru einnig kynnt á fésbókarsíðu skólans https://www.facebook.com/Lydhaskoli/. Einnig má nálgast kynningarefni á Instagram síðu og á youtube. Tenglar á þessar síður er að finna á www.lydflat.is

Hver sem náð hefur 18 ára aldri við upphaf námsannar getur sótt um skólavist við Lýðháskólann á Flateyri en ekki eru gerð sérstök skilyrði um fyrri störf eða menntun. Við leitum eftir nemendum sem eru áhugasamir, viljugir og tilbúnir til að taka þátt, deila ábyrgð og prófa eitthvað nýtt. 

Ekki er um eiginlegan umsóknarfrest að ræða. Opnað er fyrir umsóknr 15. apríl. Afgreiðsla umsókna hefst 1. maí og verða umsóknir sem berast fyrir þann tíma settar í forgang. Eftir það afgreiðum við umsóknir jafnóðum og þær berast.

Umsækjendur eru hvattir til að sækja um sem fyrst til að auka líkur á inntöku. Það er takmarkað pláss á hverri önn, fyrstir koma, fyrstir fá. Ef nemendur sækja um og það er þegar orðið fullt er þeim boðið að vera á biðlista og/eða fá pláss á næstu önn.