Nú ætlum við að reyna aftur með fyrirlestra Pálmars Ragnarssonar í næstu viku. Eins og fram kom í janúar er Pálmar mjög vinsæll fyrirlesari og vonumst við til að vel verði mætt hér vestra. Vinsamlegast komið þessari tilkynningu sem víðast.

Fyrirlestrarnir verða í sal Menntaskólans á Ísafirði.

 

Dagskráin lítur þá svona út:

Þriðjudaginn 20. febrúar kl. 18-19 fyrirlestur fyrir þjálfara og stjórnarfólk.

Þriðjudaginn 20. febrúar kl. 20-21 fyrirlestur fyrir foreldra.

Miðvikudaginn 21. febrúar kl. 18-19 fyrirlestur fyrir iðkendur 14 ára og eldri.

 

Pálmar er mjög vinsæll fyrirlesari og hefur sérhæft sig í fyrirlestrum um jákvæð samskipti í starfi með börnum fyrir kennara, þjálfara og annað starfsfólk sem starfar með börnum. Einnig er hann með fyrirlestra fyrir nemendur mennta- og grunnskóla og iðkendur í íþróttum um samskipti innan hópsins, markmiðasetningu og fleira.
Í fyrirlestrunum fjallar hann um aðferðir og eigin reynslu í þjálfun barna og unglinga. Lögð er áherslu á að láta öllum líða eins og þeir séu mikilvægur hluti af hópnum, hvernig við getum haft hvetjandi áhrif á fólkið í kringum okkur og hvernig tekið er á móti nýju fólki.
Einnig fer hann yfir það hvernig nýta má markmiðasetningu bæði í persónulegu lífi og starfi. Hvernig markmið best sé að setja sér og hvað getur hjálpað okkur við að ná markmiðum okkar.
Skemmtilegir og jákvæðir fyrirlestrar sem hafa fengið mikið umtal og skilja gott eftir sig.

 

 

Pálmar er strandamaður, fæddur árið 1984. Búsettur í Reykjavík og starfar sem körfuboltaþjálfari ásamt háskólanámi. Hann er með BS. gráðu í sálfræði og MS. gráðu í viðskiptafræði. Í lokaverkefni sínu rannsakaði hann og skrifaði um samskipti á vinnustöðum og það hvort að vinnustaðir gætu nýtt sér aðferðir í samskiptum úr íþróttum ungmenna.

Hann hefur 12 ára reynslu af íþróttaþjálfun barna og unglinga:
2006-2012: Fjölnir
2012-2017: KR
2017+ Valur

Hann hefur nokkra reynslu af stjórnunarstörfum í vinnu og félagsstörfum. Var formaður Animu - félags sálfræðinema.

Pálmar hefur komið mikið að verkefni ÍSÍ og UMFÍ „Sýnum karakter“ og hér má finna fyrirlestra sem hann hefur haldið í tengslum við það verkefni.

 

http://synumkarakter.is/grein/ahugahvot-og-sjalfstraust

 

http://synumkarakter.is/grein/eg-akvad-ad-verda-godur-thjalfari