Stjórn HSV ákvað á fundi sínum í desember að ráða Salome Elínu Ingólfsdóttur sem yfirþjálfara Íþróttaskóla HSV.

Salome Elín er með Mastersgráðu í næringarfræði frá HÍ ásamt því að vera einkaþjálfari frá Keili.

Salome Elín hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Íþróttaskóla HSV frá hausti 2012 ásamt því að hafa mikla reynslu af því að starfa með börnum.

Stjórn HSV var einhuga um að Salome Elín hefði alla þá eiginleika sem yfirþjálfari Íþróttaskóla HSV þyrfti að bera og er þess fullviss að Íþróttaskólinn mun halda áfram að vaxa og dafna í hennar höndum.

Salome Elín hóf störf 1.janúar

Frekari upplýsingar gefur undirritaður,

Jón Páll Hreinsson
Formaður HSV
s.8994311