Kajakróður verður á sunnudag
Kajakróður verður á sunnudag

Þá er farið að síaga á seinni hluta Hreyfivikunnar 2016. Þeir viðburðir sem eru framundan:

Laugardagur 28. maí

Kl. 9.30 Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu. Æfingar henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi.

Kl 10.00 Sauradalur-Arnardalur. Gönguferð á vegum Ferðafélags Ísfirðinga. Brottför kl 10 úr Súðavík. Erfiðleikastuðull er 2 skór, vegalengd er um 10 km og tekur  5-6 klukkustundir. Sjá nánar: https://www.facebook.com/groups/317246047708/

 

Sunnudagur 29. maí

Kl. 11.00 Kajakróður með Sæfara á Pollinum. Félagsmenn Sæfara veita leiðsögn og sjá um fararstjórn. Leiga á búnaði 2.000 kr.

Fjöllbreyttir viðburðir og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.