Benedikt Bjarnason formaður íþrótta- og tómstundanefndar afhendir Sigmundi viðurkenninguna
Benedikt Bjarnason formaður íþrótta- og tómstundanefndar afhendir Sigmundi viðurkenninguna

Í hófi sem Ísafjarðarbær hélt sunnudaginn 18. janúar síðastliðinn var Sigmundi F. Þórðarsyni formanni Höfungs veitt hvatningaverðlaun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2014. Í rökstuðningi fyrir útnefningunni segir að Sigmundur hafi verið potturinn og pannan í starfi Höfrungs í ríflega fjóra áratugi. Eitt af einkennum hans sé jafnframt hversu auðvelt hann á með að hrífa fólk og fá það með sér í lið. Sigmundur hefur lagt mikla áherslu á íþróttastarf fyrir börn í Dýrafirði og fengið þangað menntaða þjálfara í öll störf.

HSV hefur átt langt og ánægjulegt samstarf við Sigmund í gegnum tíðina. Hann er vel að þessum heiðri kominn, hefur unnið mikið og gott starf fyrir íþróttahreyfinguna á Þingeyri og Ísafjarðarbæ. HSV óskar Sigmundi innilega til hamingju.