Göngukrakkar hjá Skiðafélagi Ísfirðinga koma sigursæl heim af Unglingameistarmóti á Akureyri. Mótið fór fram um síðustu helgi. Keppendur Skíðafélagsins voru 10 talsins og unnu alls 12 unglingameistaratitla, þrenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun.

Keppendur Skíðafélagsins voru Albert Marselíus Hákonsson vann silfur í liðaspretti, Ástmar Helgi Kristinsson vann silfur í hefðbundnu, skauti og tvíkeppni, Benedikt Stefánsson, Frosti Gunnarsson vann brons í hefðbundinni göngu, Hákon Ari Heimisson, Hilmar Tryggvi Kristjánsson sigraði í skauti og tvíkeppni og fékk brons í hefðbundinni. Hrefna Dís Pálsdóttir kom heim með fjögur gull, í hefðbundinni göngu, skauti, tvíkeppni og skicross,  Jón Haukur Vignisson sigraði þrefalt, í göngu með hefðbundinni aðferð, skauti og í tvíkeppni, Sveinbjörn Orri Heimisson og Unnur Guðfinna Jakobsdóttir sigraði þrefalt, í göngu með hefðbundinni aðferð, skauti og í tvíkeppni. 

Þjálfari hópsins er Tormod Skjerve Vatten.

 

HSV óskar keppendum til hamingju með gott mót.