Annað árið í röð verður boðið upp á brettaæfingar í íþróttaskóla HSV. Einnig verður Skíðafélagið með brettaæfingar fyrir eldri börn. Þjálfarar verða þau Otti Freyr og Sólveig en þau eru reynslumiklir brettaþjálfarar frá Akureyri, búsett á Flateyri. Þeim til aðstoðar verða svo Elvar og Bergsteinn.

Fyrirkomulagið verður eins og í fyrra. Iðkendum verður skipt í 2 hópa, byrjendur og lengra komna. Hugmyndin er að til að vera með í lengra komnum geti einstaklingur komið sér upp Sandfellslyftuna og rennt sér niður stóráfallalaust.

Æfingatímar eru eftirfarandi:

Byrjendur : þriðjudaga kl 17:00-18:30 og laugardaga 10:00 - 11:30.
Lengra komnir: Miðvikudaga 17:00 - 18:30 og laugardaga 12:00-13:30

Fyrstu æfingar verða næstkomandi laugardag, 9. febrúar.

Börn í 1-4 bekk skrá skig í gegnum HSV.

Til að skrá börn í 5.bekk og eldriskal senda póst á helgik89@gmail.com með eftirfarandi upplýsingum.

Nafn og kt barns
Nafn, kt, netfang og síma foreldri/forráðamanns.

Æfingagjaldið er 15.000 kr fyrir veturinn fyrir börn í 5.bekk og uppúr.

Til er sérstakur hópur fyrir brettakennsluna : https://www.facebook.com/groups/1008812359258253/