Skíðaæfing á fótboltavellinum.
Skíðaæfing á fótboltavellinum.

Þegar aðstæður eru ekki sem bestar á skíðasvæðunum þá finna úrræðagóðir þjálfarar lausnir. Fyrsta gönguskíðaæfing í íþróttaskóla HSV fór fram í gær á gervigrasvellinum á Torfnesi. Næsta gönguskíðaæfing verður haldin á fimmtudaginn 17. janúar kl. 17. Ef veður leyfir verður hún upp á Seljalandsdal. Æfingatímar fyrir gönguskíðaæfingar HSV skóla í vetur verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17-18 og á laugardögum kl. 10-11.

Á fimmtudaginn 17. janúar kl. 17-18 verður fyrsta æfing svigskíðæfingin hjá íþróttaskólanum. Þar sem skíðasvæðið í Tungudal hefur enn ekki verið opnað verður sú æfing einnig á Torfnesi. Mæting við íþróttahúsið með sleða og þotur.