Eins og við flest vitum þá hefur Ísafjarðarbær ákveðið að nýta megi húsnæðið að Skólagötu 10 sem Menningarhús. Húsnæðið er mjög mikilvægt fyrir okkur og eiga íþróttafélögin eftir að geta notað húsnæðið á margan hátt.  Nú vantar duglegar hendur til að koma húsinu í gott stand. og vonumst við til að íþróttafélögin hjálpi til við að koma því í gang. Verkstjóri verður í húsinu frá kl. 17 alla vikuna og frá kl. 10 á laugardag. Því betur sem þetta gengur því fyrr opnar húsið til notkunar.