Sú nýbreytni er í skráningunni í ár að nú er einnig hægt að skrá sig í mötuneyti GÍ sem og aðrar frístundir á milli ellefu og tólf. Með þessari nýbreytni er reynt að auðvelda skráningu nemenda með því að hafa allt á einum stað.
Til að aðstoða foreldra og forráðamenn við þessa skráningu, sem með þessari breytingu, verður ögn umfangsmeiri, hefur HSV ákveðið að setja niður nokkrar góða punkta til að aðstoða við skráningu.
Til að skrá nemanda er farið inn á síðuna http://hsv.felog.is/
- Mikilvægt er að nemandi sé skráður í einhverja tómstund alla daga frá 11 - 12.
- Til að geta skráð sig þarf fyrst að haka í reitinn; samþykkja skilmála.
- Foreldrar skrá sig inn, annað hvort með nýskráningu eða með eldri aðgangi
- Þegar búið er að skrá sig inn koma upp nöfn fjölskyldumeðlima. Ef einungis ykkar nafn kemur upp þarf að fara í „nýr iðkandi“ og velja það barn sem þið viljið skrá.
- Veljið „Námskeið/flokkar í boði“ aftast í línu barnsins (ath að það gæti þurft að skrolla til hliðar á síðunni til að sjá þetta)
- Þá kemur upp það sem er í boði fyrir viðkomandi nemanda og til að skrá í Íþróttaskóla HSV skal fara í „skráning“ aftast í línunni (ath að það gæti þurft að skrolla til hliðar á síðunni til að sjá þetta. Ef ætlunin er að skrá í eitthvað annað eins og mötuneyti eða aðrar tómstundir þá er valið skráning í námskeið aftast í línunni. (ATH, til að skrá í mötuneyti er skráð í námskeið.)
- Þar sem listinn er talsvert langur af þeim möguleikum sem í boði eru er mikilvægt að gefa sér góðan tíma til að fara yfir framboð, hvenær námskeiðin eru og hvaða þarfir nemandinn hefur. Gott er að hafa tómstundatöfluna sér til hliðsjónar við þessa skráningu. Tómstundataflan hefur nú þegar verið send til foreldra barna í 1. - 4. bekk. Hana má einnig finna á heimasíðu okkar hér.
- Þegar búið er að velja frístund er mikilvægt að skrá einnig í Íþróttaskóla HSV og ganga þar frá greiðslu. ATH ekki er nóg að velja bara íþróttaskóla HSV í frístundabilinu 11 - 12. Velja þarf einnig Íþróttaskóla HSV.
- Ef spurningar vakna varðandi Íþróttaskóla HSV er gott að hafa samband við ithrottaskoli@hsv.is. Ef spurningar vakna varðandi skráningu í mötuneyti eða aðrar tómstundir er nauðsynlegt að hafa samband við sveinfridurve@isafjordur.is
- Gangi ykkur vel og sjáumst hress.