Laugardaginn 23. febrúar kl 15 fer fram bikarleikur í blaki í íþróttahúsinu á Torfnesi. Karlalið Vestra tekur á móti HK sem er nú í 2. sæti úrvalsdeildar en Vestri er í efsta sæti 1. deildar. Það má því búast við öflugum og skemmtilegum leik.