Ómar Karvel Guðmundsson
Ómar Karvel Guðmundsson
1 af 4

Á fundi afrekssjóðs HSV í gær voru teknar fyrir styrkbeiðnir sem borist höfðu í sumar. Ákveðið var að styrkja fjóra afreksmenn sambandsins.

Þeir eru:
Ómar Karvel Guðmundsson Íþróttafélaginu Ívari. Ómar Karvel var valinn til að keppa í badminton á Special Olympics sem fram fer í Antwerpen í Belgíu nú í september.

Daði Freyr Arnarsson BÍ/Bolungarvík. Daði er markmaður hjá 2. flokki og meistaraflokki BÍ Bolungarvíkur. Hann hefur auk þess tvívegis verið valinn í U-17 landslið Íslands og spilað með því 5 leiki.

Sigfús Fossdal Kraftlyftingafélaginu Víkingi. Sigfús er í 10 sæti á heimslistanum í bekkpressu og hefur unnið alla Íslandsmeistartitla í sínum þyngdarflokki á árinu. Hann keppti á NM í kraftlyftingum og bekkpressu í ágúst og er á leið á HM í kraftlyftingum í nóvember.

Thelma Rut Jóhannsdóttir Skíðafélagi Ísfirðinga. Thelma er bikarmeistari SKÍ í kvennaflokki. Keppti á HM unglinga í Slóvakíu og fór í æfinga- og landliðsferðir með unglingalandsliði SKÍ.

HSV óskar þessum íþróttamönnum til hamingju.