Thelma Rut Jóhannsdóttir skíðakona hefur verið valin til að keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti unglinga í alpagreinum sem haldið er í Hafjell í Noregi 4.- 15. mars. Thelma mun keppa í svigi og stórsvigi. HSV óskar Thelmu Rut góðs gengis í mótinu.