1 af 2

Þann 9. júlí fer af stað á Ísafirði námskeið fyrir stelpur á aldrinum 12-16 ára og mun standa í 4 vikur eða til 3. ágúst. Markmiðið er að fá stelpur í 7.-10. bekk til þess að taka þátt í virkri og fjölbreyttri hreyfingu.

Æfingarnar höfða bæði til þeirra sem eru enn að stunda íþróttir og einnig til þeirra sem hafa áður verið í íþróttum eða jafnvel aldrei.

Æft verður 3x í viku, mánudaga kl 17:20, miðvikudaga kl 17:20 og föstudaga kl 16:20

Æfingavalið verður fjölbreytt en þær munu læra nýjar hreyfingar og blöndu af æfingum sem reyna á þol, styrk og liðleika.

Þjálfari mun fara vel yfir að allar hreyfingar verði rétt gerðar og veitir fræðslu um til hvers við gerum hinar mismunandi æfingar. Einnig verður farið yfir likamstöðu og hugað að góðum liðleika.

 Við munum setja okkur markmið bæði langtíma og skammtíma og stefna að þeim. Þar sem markmiðin munu vera misjöfn verður heimavinna fyrir stelpurnar til að vinna sérstaklega í að ná þeim markmiðum sem þær settu sér.

Þjálfari er Thelma Rut Jóhannsdóttir nemi í íþrótta- og heilsufræði. Hún hefur góða reynslu af fjölbreyttri þjálfun bæði sem iðkandi og þjálfari. Hægt er að senda fyrirspurnir á thelmarutjo@gmail.com eða í síma 7759951

Verð fyrir námskeið er 6000kr