Tippleikur HSV er að hefja göngu sína núna í janúar.  Erfiðlega hefur gengið að koma leiknum af stað á ný eftir flott ár 2006-2007.  Eru margar ástæður fyrir því.  Nú hefur Boltafélag Ísafjarðar ákveðið að sjá um leikinn fyrir HSV og öll aðildarfélög HSV.  Það eru góðar fréttir því þarna er mjög duglegt og drífandi fólk sem á örugglega eftir að drífa leikinn í gang. 

Leikurinn hefst laugardaginn 30.janúar og fer skráning fram á heimasíðu tippleiksins www.tippleikur.is/hsv og einnig er hægt að skrá sig í gegnum netfang tippleiksins getraunir@hsv.is
Þess má geta að með því að taka þátt í tippleik HSV og tippa hjá Íslenskum getraunum styrkir þú öll íþróttarfélögin í Ísafjarðarbæ í einu.  Tippnúmer aðildarfélaga HSV er nr 400