Tryggvi Sigtryggsson
Tryggvi Sigtryggsson

Þann 24. janúar síðastliðinn hélt Ísafjarðarbær hóf þar sem íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2015 var útnefndur. Við sama tækifæri var Tryggvi Sigtryggsson heiðraður fyrir áratugalanga langt, gott og gjöfult starf í þágu íþróttamála í sveitarfélaginu. Tryggvi lagði stund á knattspyrnu um langa hríð og eftir að skórnir voru lagðir á hilluna var hann drjúgur í að halda utan um starfið í kringum fótboltann. Tryggvi hefur á seinni árum fært sig meira í golfið og félagsmálin í kringum það með Golfklúbbi Ísafjarðar. Hætti hann síðastliði haust sem formaður klúbbsins eftir 9 ár. auk þess hefur hann komið víða við í öðru sem snertir íþrótta- og æslulýðsmál og sat um nokkurn tíma meðal annars í íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar. Hsv óskar Tryggva innilega til hamingju með þessa viðurkenningu og þakkar honum hans ómetanlega framlag til íþróttamála á svæðinu.