Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður HSV, Haukur Valtýsson formaður UMFÍ, Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri og Stefanía Ásmundsdóttir formaður undirbúningsnefndar landsmóts 50+2016
Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður HSV, Haukur Valtýsson formaður UMFÍ, Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri og Stefanía Ásmundsdóttir formaður undirbúningsnefndar landsmóts 50+2016

Í gær var skrifað undir samninga milli UMFÍ, Ísafjarðarbæjar og HSV vegna landsmóts UMFÍ 50+ sem verður haldið á Ísafirði 10-12 júní 2016.

Um er að ræða tvo samninga. Annarsvegar á milli landsmótsnefndar sem HSV hefur skipað, Ísafjarðarbæjar og UMFÍ. Undir þann samning skrifuðu fyrir hönd UMFÍ, Haukur Valtýsson formaður, fyrir hönd Ísafjarðarbæjar Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjór og fyrir hönd landsmótsnefndar Stefanía Ásmundsdóttir formaður. Sá samningurvarðar uppbyggingu og afnot af mannvirkju, áhöldum, tækjum og búnaði sem er nauðsynleg til að mótið geti farið fram. Hinn samningurinn var á milli UMFÍ og HSV og snýr að skipulagi mótsins og undirbúningi. Undir þann samning skrifuðu Haukur Valtýsson formaður UMFÍ og Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður HSV.

Undirbúningur fyrir mótið er kominn vel á skrið. Undirbúningsnefnd hefur starfað frá sumri en hana skipa auk Stefaníu formanns; Jóhann Króknes Torfason, Anna Lind Ragnarsdóttir, Jónas Gunnlaugsson. Þau eru öll fulltrúar HSV. Gísli Halldór Halldórsson er fulltrúi Ísafjarðarbæjar og fulltrúar UMFÍ eru Flemming Jessen og Auður Inga Þorsteinsdóttir.