KSÍ og Boltafélag Ísafjarðar standa fyrir unglingadómaranámskeiði miðvikudaginn 18.janúar. Námskeiðið fer fram í fyrirlestrarsal Menntaskólans á Ísafirði og hefst kl.18:00. Námskeiðið stendur í u.þ.b. 3 klukkustundir og er opið öllu áhugafólki um knattspyrnudómgæslu. Námskeiðinu líkur svo á prófi sem þreytt er 1-2 vikum seinna. Námskeiðið er öllum að kostnaðarlausu.

Skráning fer fram á netfanginu: nonnipje@simnet.is