HSV sendi fjölmennan og glæsilegan hóp íþróttafólks á unglingalandsmót UMFÍ sem haldið var í Borgarnesi um verslunarmannahelgina.  Yfir 70 krakkar á aldrinum 11-18 ára mættu til leiks frá HSV og kepptu í körfuknattleik, knattspyrnu, sundi, frjálsum íþróttum, golfi, glímu og skák. Mótið fór einstaklega vel fram og skemmtu keppendur og fjölskyldur þeirra sér konunglega í blíðskaparveðri.  Góð stemning var á tjaldsvæði sem félagið fékk úthlutað þar sem Vestfirðinga úr HSV, HSB og Héraðssambandið Hrafnaflóki voru á sama stað.  HSV og HSB voru með sameiginlegt samkomutjald og höfðu stóra Muurikka pönnu meðferðis sem fólk gat eldað á.  Þessar pönnur hafa komið einstaklega vel út á landsmótunum og vakið heilmikla lukku meðal fólks. 
Keppni byrjaði í körfuknattleik á fimmtudeginum og svo fór allt í gang á föstudeginum og keppt var fram á sunnudag.  Keppendur og fjölskyldur frá HSV voru mjög ánægðar eftir frábæra helgi þar sem keppt var í íþróttum og fylgst með og tekið þátt í fullt af frábærri afþreyingu sem fylgja svona samkomum. Krakkarnir komu heim með rúmlega þrjátíu verðlaunapeninga sem fengust í körfuknattleik, sundi, frjálsum íþróttum og glímu og meðal þeirra gullverðlaun í sundi og glímu. 
HSV þakkar öllum þeim sem komu að starfi HSV við unglingalandsmótið og sérstakar þakkir eru til landsmótsnefndar þeirra Guðna Guðnasonar aðalfararstjóra, Magnúsar Valssonar, Önnu Katrínar Bjarnadóttur og Hildar Pétursdóttur.  HSV þakkar einnig gott samstarf við HSB.
Einnig fá fyrirtækin 3X Technology, Landflutningar Samskip, Samkaup Úrval þakkir fyrir góða hjálp við undirbúning við Landsmótið.