Um verslunarmannahelgina verður að venju haldið árlegt unglingalandsmót UMFÍ, sem að þessu sinni tekur sér stað á Höfn í Hornafirði. Þetta er í annað skipti sem mótið er haldið á Höfn, en síðast fór það fram árið 2007 í þessu höfuðvígi humarsins á Íslandi. 

Undanfarin ár hefur unglingalandsmót UMFÍ fest sig í sessi sem ein stærsta íþrótta og fjölskylduskemmtun landsins.  Á unglingalandsmóti UMFÍ er keppt í fjölmörgun greinum, hefðbundnum og óhefðbundnum. 

Íþróttakeppnin er uppistaða mótsins, en samhliða henni verður boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir alla aldurshópa. Hér má sjá dagskrá mótsins: http://www.umfi.is/umfi09/unglingalandsmot/dagskra/

Veruleg uppbygging íþróttamannvirkja var fyrir mótið 2007 og hún hefur haldið áfram síðan. Stórglæsileg sundlaug og stórt knattspyrnuhús hafa verið tekin í notkun og munu koma að góðum notum á mótinu.

Skráning á mótið er til 27. júlí. Hér er hægt að skrá sig: http://skraning.umfi.is/

Tjaldsvæðið sem verður vel útbúið verður í göngufæri við aðalkeppnissvæðið. 

Allar upplýsingar veitir framkvæmdastjóri HSV. Hér er einnig hægt að finna gagnlegar upplýsingar: http://www.umfi.is/