Við undirritun samnings við Golfklúbbinn, Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri og Tryggvi Sigtryggsson formaður GÍ
Við undirritun samnings við Golfklúbbinn, Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri og Tryggvi Sigtryggsson formaður GÍ
1 af 2

Ísafjarðarbær hefur nú gert uppbyggingasamninga við tvö af aðildarfélögum HSV, Golfklúbb Ísafjarðar og Skíðafélag Ísfirðinga. Samningarnir fela í sér fjárstuðning Ísafjarðarbæjar upp á 6 milljónir til uppbyggingar á skíðasvæði og golfvelli gegn mótframlagi félaganna sjálfra. Með slíkum samningum geta félögin gert meira úr fjármagninu með sjálfboðavinnu félagsmanna og framkvæmdir því orðið meiri og stærri.

Það er gleðiefni að Ísafjarðarbær geri þessa samninga og tryggi þar með fjármagn til framkvæmda. Meðal þeirra verka sem falla undir samninginn hjá Golfklúbbnum eru ýmsar lagfæringar á glompum og teigum, búa til nýjar flatir og lagfæra bleytusvæði. Hjá Skíðafélaginu verða meðal annars lagaðar og endurbættar snjósöfnunargirðingar, marksvæði á Seljalandsdal bætt og stækkað og þar komið fyrir geymsluhúsnæði. 

Vonir eru bundnar við að framhald verði á þessum samningum og að fleiri íþróttafélög komi inn á næstu árum.