Kristín Þorsteinsdóttir íþróttafélaginu Ívar
Kristín Þorsteinsdóttir íþróttafélaginu Ívar
1 af 10

Úthlutað hefur verið úr Afreksjóði HSV. Alls bárust umsóknir frá fimm aðildarfélögum HSV vegna 12 íþróttamanna. Eru það óvenju margar umsóknir sem sýna að starf okkar félaga er metnaðarfullt og að við eigum marga efnilega íþróttamenn hér á svæðinu.

Eftirtaldir íþróttamenn fengu styrki:

Frá BÍ88:

Daði Freyr Arnarsson. Hann æfir og keppir í knattspyrnu með 2. flokki og meistaraflokki karla BÍ/Bolungarvíkur og U-17 landsliði Íslands.

Elmar Atli Garðarsson, æfir og keppir í knattspyrnu með 2. flokki og meistaraflokki karla BÍ/Bolungarvíkur. Hefur tekið þátt í æfingum hjá U19 landsliði Íslands í knattspyrnu.

Matthías Króknes Jóhannsson, æfir og keppir í knattspyrnu með meistaraflokki karla BÍ/Bolungarvíkur. Hefur tekið þátt í æfingum hjá U21 landsliði Íslands í knattspyrnu.

Frá handboltadeild Harðar:

Þráinn Ágúst Arnaldsson, æfir og spilar með yngri flokkum Harðar í handbolta. Valinn á úrtaksæfingar hjá U15 ára landsliðinu í handbolta

Frá Íþróttafélaginu Ívar:

Kristín Þorsteinsdóttir, æfir og keppir fyrir íþróttafélagið Ívar. Hefur undanfarið verið valin til að keppa fyrir Íslands hönd á mótum erlendis. Framundan er stórt mót á vegum Down Syndrome International Swimming Organization (DSISO)  í nóvember 2015. Til undirbúnings fyrir það mun Kristín keppa á opna þýska meistaramót fyrir fatlaða í Berlín nú í apríl, bikarmót IF í júní og Íslandsmeistaramót i 50m laug í október. Kristín hefur í tvö ár í röð verið útnefnd Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar.

Frá KFÍ:

Eva Margrét Kristjánsdóttir, æfir og keppir með meistarflokki kvenna KFÍ. Er í U18 landsliði Íslands í körfuboltaog hefur einnig verið valin til æfinga hjá U20 og A- landsliðunum í körfubolta.

Haukur Rafn Jakobsson, leikur körfubolta með yngri flokkum drengja hjá KFÍ. Var valinn í úrtaksæfingar hjá U15 landsliði í körfubolta

Linda Marín Kristjánsdóttir, æfir og keppir með meistaraflokki kvenna KFÍ. Valin á æfingar hjá U16 ára landsliðið Íslands í körfubolta.

Frá Skíðafélagi Ísfirðinga:

Albert Jónsson, keppir í skíðagöngu fyrir SFÍ. Var bikarmeistari og íslandsmeistari í sínum flokki árið 2014. Stundar nú nám í skíðamenntaskóla í Svíðþjóð. Albert var valinn af Skíðasambandinu til að fara á Ólympíudaga æskunnar nú í vetur.

Dagur Benediktsson, keppir í skíðagöngu fyrir SFÍ. Sigraði í 25 km Fossavatnsgöngunni 2014. Dagur var valinn af Skíðasambandinu til að fara á Ólympíudaga æskunnar í Lichtenstein nú í vetur.

Thelma Rut Jóhannsdóttir, æfir og keppir í alpagreinum hjá SFÍ. Hefur verið í unglingaliði Skíðasambandsins ásamt því að fara í verkefni með A-landsliðinu. Hún hefur keppt á nokkrum stórmótum síðustu árinn þar á meðal á HM-unglinga og á Ólympíudögum æskunnar.

Frá Sundfélaginu Vestri

Guðný Birna Sigurðardóttir, æfir og keppir fyrir sunddeild Vestra. Guðný hefur náð lágmörkum inn á Íslandsmeistaramót í 50 metra laug.

Allir þessir íþróttamenn eru ungir að aldri og eru á meðal þeirra bestu í sínum aldursflokki.  Greinilega er mikið og öflugt starf íþróttafélaga á starfssvæði HSV að skila sér í góðum árangri íþróttafólksins okkar.

Einnig var úthlutað úr Styrktarsjóði þjálfara HSV til fjögurra félaga:
Sundfélagsins Vestra
BÍ88
Kraftlyftingarfélagið Víkingur
Blakfélagið Skellur.