Vorið 2014 var gerð óháð úttekt á Íþróttaskóla HSV. Tómas Emil Guðmundsson, sjúkraþjálfari, og Ásgeir Guðmundsson, íþróttafræðingur, tóku að sér verkið og verða niðurstöður þeirra kynntar á opnum fundi fimmtudaginn 6.nóvember klukkan 20, á fjórðu hæð Stjórnsýsluhússins. Á fundinum verður einnig rætt um ofálagseinkenni í íþróttum, forvarnir og fyrirbyggingu meiðsla. Fundurinn er einkum ætlaður foreldrum íþróttabarna á öllum aldri, forsvarsmönnum íþróttafélaga, þjálfurum og öllum þeim sem hafa áhuga á málefninu. Erindið var áður flutt í vor.