Halldór Halldórsson bæjarstjóri og Jón Páll Hreinsson formaður HSV við undirritun samningsins
Halldór Halldórsson bæjarstjóri og Jón Páll Hreinsson formaður HSV við undirritun samningsins

Héraðssamband Vestfirðinga skrifaði á föstudaginn undir verkefnasamning við Ísafjarðarbæ.  Um er að ræða breyttan og endurskoðaðan samning frá því í haust. Breytingar hafa verið gerðar á verkefnum og þau skilgreind betur. Þá lækkar upphæðin úr 8 milljónum í 5,9. Einnig er gerð sú breyting að nú er meira gert úr verkefnum sem gagnast geta barna- og unglingastarfi aðildarfélaga HSV.