Lið Vestra í körfubolta tryggði sér sæti í úrslitakeppni 1. deildar. Mótherjar Vestra er Fjölnir og er fyrsti leikur í kvöld föstudaginn 22. mars kl 18 í Grafarvogi. Annar leikur einvígissins verður svo leikinn á Ísafirði mánudaginn 25. mars í íþróttahúsinu á Torfnesi kl. 19.15.
HSV hvetur Vestramenn nær og fjær að mæta á leiki og hvetja liðið til sigurs.