Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Afrekssjóð HSV. Samkvæmt reglugerð Afrekssjóðs HSV er markmið sjóðsins að styrkja unga og efnilega íþróttamenn með því að gera eins árs samning við viðkomandi (8. grein). En einnig er heimilt að úthluta einstaka styrkjum til þeirra íþróttamanna sem ekki falla undir skilyrði til samnings (9. grein).
3. grein
Eingöngu iðkendur aðildarfélaga HSV, sem stunda íþróttir sem viðurkenndar eru af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ), geta sótt um styrk úr sjóðnum.
8. grein
Meginmarkmið sjóðsins er að styrkja unga og efnilega íþróttamenn sem líklegir eru til að verða afreksmenn í framtíðinni. Sjóðurinn skal ná því markmiði með því að gera eins árs samning við viðkomandi.
9. grein
Heimilt er að úthluta úr Afrekssjóðnum einu sinni á ári til þeirra íþróttamanna sem ekki falla undir skilyrði til langtímasamnings.
Umsóknarferlið er eins hvort sem sótt er um að gera samning eða fá einstaka styrki, umsækjandi velur í ferlinu hvoru hann sækist eftir. Umsækjandi sem óskar eftir samningi en fær ekki mun sjálfkrafa færast yfir í hóp þeirra sem sækja um einstaka styrki.
Umsóknarferlið fer fram í gengum heimasíðu HSV líkt og verið hefur. Slóðin inn á ferlið er hér: SÆKJA UM
Umsóknarfrestur er til og með 11.desember 2023
NánarAfreksform HSV hefst mánudaginn 16. október
NánarÍþróttaskóli HSV á Þingeyri hefst mánudaginn 25. september nk.
Skráning fer fram í gegnum skráningarhlekkinn Skráning iðkenda
Íþróttaskólinn á Þingeyri er fyrir öll börn í 1.-7. bekk.
Þjálfari verður Leyre Maza Alberti.
HSV og Ísafjarðarbær standa að Íþróttaviku Evrópu í Ísafjarðarbæ.
Hér má finna upplýsingar um dagskrá viðburða og æfinga sem í boði verða.
Allir viðburðir eru opnir tímar og hvetjum við öll til að kynna sér dagskránna og taka þátt.
Skoða bækling - Íþróttavika Evrópu - bæklingur
Bæklingur pdf - Íþróttavika Evrópu 2023
Nánar