HSV var með 31 keppenda á ULM 2008 er haldið var í Þorlákshöfn. Árangur þeirra var góður en þeir uppskáru 16 gull, 7 silfur og brons.
NánarÍsafjarðarbær og Héraðssamband Vestfirðinga (HSV) hafa gert með sér verkefnasamning sem hefur það að markmiði að renna enn frekari stoðum undir íþrótta- og æskulýðsstarf í sveitarfélaginu.
NánarHSV og Ísafjarðarbær efna í sumar til sparkvallarkeppni milli hverfa. Fyrirkomulagið verður þannig að krakkar skrá liðið sitt á ákveðinn völl í hverfinu sínu.
Keppt verður innan hverfis um sæti í úrslitum og mun eitt lið í hvorum aldursflokki komast áfram á Sparkvallarleikana sem verða helgina 13.-14. september.
Flokkaskiptingin verður krakkar fæddir 1994-1996 verða saman og krakkar fæddir 1997 og síðar verða saman. Fimm leikmenn verða inná í hverju liði en auðvitað geta liðin verið stærri.
Hverfaskiptingin verður eftirfarandi: Hnífsdalur, eyrin neðan Túngötu, efri bærinn, fjörðurinn, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.
Skráning liða á að berast á netfangið bolti@isafjordur.is og þarf að koma fram hver er í forsvari. Þátttökulið verða birt á heimasíðu HSV 15. júlí.
Nánar