Málþinginu „Æskan á óvissutímum" hefur verið frestað þar sem veður hamlar nú flugi til Ísafjarðar. Málþingið verður haldið klukkan 16.30 á morgun, miðvikudag
NánarÞriðjudaginn 25. nóvember næstkomandi verður haldið málþing á Ísafirði með yfirskriftina ,,Æskan á óvissutímum." Málþingið verður haldið á 4. hæð stjórnsýsluhússins og hefst kl. 16:30. Allir þeir sem láta sig velferð barna og ungmenna varða eru hvattir til að mæta.
NánarFrístundamiðstöð/ungmennahús verður opnað að Skólagötu 10 á Ísafirði föstudaginn 31. október næstkomandi og gefst bæjarbúum kostur á að koma og skoða húsið milli kl. 16 og 18.
Opið verður fyrir 16 ára og eldri á mánudögum og miðvikudögum milli kl. 20 og 23 fyrst um sinn, frá og með 3. nóvember.
Margvíslegt starf verður í húsinu en auk hefðbundinnar starfsemi ungmennahússins geta íþróttafélög- og önnur félög sem vinna að uppbyggilegu ungmennastarfi fengið aðstöðu í húsinu. Áhugasömum er bent á að hafa samband á fristund@isafjordur.is
Varla þarf að taka það fram að húsið verður algjörlega tóbaks- og vímuefnalaust
HSV hvetur alla til að mæta á föstudaginn og skoða húsið og kynna sér mögulega starfssemi í húsinu.
Það verður svo sannarlega körfuboltahátíð á Torfnesi um helgina. Hún hefst á föstudagskvöld þegar meistaraflokkur fær Valsmenn í heimsókn klukkan 19.15.
Á laugardag eigast svo sömu lið við í unglingaflokki 16-20 ára, sá leikur hefst klukkan 12 á hádegi. Einnig er fjölliðamót hjá 11 flokki sem eru 14-16 ára strákarnir okkar sem unnu sig upp í a-riðil á Akureyri um daginn. Þar má vafalaust sjá skemmtileg tilþrif. Þetta mót er í gangi laugardag og sunnudag.
Uppskeruhátíð Boltafélags Ísafjarðar var haldin laugardaginn 11. október sl. í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Var mæting afskaplega góð eða vel á þriðja hundrað manns sem fylgdust með verðlaunaafhendingu fyrir liðið keppnistímabil auk þess sem gestir gæddu sér á ljúffengu kaffibrauði sem foreldrar í fótboltahreyfingunni buðu hverjir öðrum.
Nánar