Ragney Líf Stefánsdóttir
Ragney Líf Stefánsdóttir
1 af 2

Ragney Líf Stefánsdóttir sundkona úr íþróttafélaginu Ívari var í gær útnefnd íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2008 við hátíðlega athöfn í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Nánar

Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og verður formlega ræst í annað sinn miðvikudaginn 4. febrúar 2009. Þátttakendur voru um 7.700 þegar Lífshlaupið fór fram í fyrsta skipti.

Nánar
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2008 verður útnefndur í fundarsal á 4.hæð stjórnsýsluhússins á Ísafirði sunnudaginn 25.janúar kl 16:00.  Allir eru boðnir velkomnir á útnefninguna og vonast HSV eftir því að sem flestir sjái sér fært að mæta. Nánar

Stjórn verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki fyrir tímabilið janúar til júní 2009.  Styrkirnir verða veittir einstaklingum sem sækja námskeið eða aðra fræðslu í þjálfun erlendis á fyrrgreindu tímabili.

Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu ÍSÍ undir „Um ÍSÍ - styrkir" og skulu umsóknir berast skrifstofu ÍSÍ merktar „Þjálfarastyrkir vor 2009" fyrir 1. febrúar næstkomandi.

Allar frekari upplýsingar veitir sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is

Nánar

Frístundahúsinu að Skólagötu 10 var færð ljósritunarvél að gjöf í dag. Það var Glitnir útibú á Ísafirði sem gaf vélina. Hún á án efa eftir að nýtast vel þeim sem nota húsið. Við færum Glitni þakkir fyrir það.

Nánar