Meistaraflokkur KFÍ fær topplið Hamars í heimsókn á föstudagskvöld. Hamarsmenn hafa ekki tapað leik í vetur og vonum við að það breytist á morgun. Leikurinn er kl.19.15 stundvíslega og eru allir hvattir til að mæta. 
KFÍ hefur unnið síðustu þrjá leiki og hefur liðið góða möguleika á því að komast í úrslitakeppnina.

Frekari upplýsingar á heimasíðu KFÍ www.kfi.is

Nánar

Um helgina verður samtímis haldið alþjóðlegt Fismót/bikarmót SKÍ í alpageinum. Von er á fjölda fólks í bæinn tengda mótinu og verður mikið líf í Tungudal. Frekari upplýsingar um mótið er á heimasíðu Skíðafélags Ísfirðinga www.snjor.is .   

Nánar

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í verkefnasjóð sambandsins. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að styrkja útbreiðslu og átaksverkefni í íþróttastarfi í Ísafjarðarbæ. Styrkveitingum er ætlað að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu og auka aðgengi að einstökum íþróttagreinum.

Hægt að sækja um í sjóðinn fyrir verkefni sem unnin eru í janúar, febrúar og mars 2009. Umsóknarfrestur er til 16. febrúar.

Vakin er sérstök áhersla á reglugerð sjóðsins sem finna má á heimasíðu HSV www.hsv.is. Þar undir „Um HSV" og þar í verkefnasjóður.  

Sjóðurinn styrkir ekki mannvirkjagerð, áhaldakaup, keppnisferðir eða uppskeruhátíðir.

Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV, Kristján Þór Kristjánsson, í síma 861-4668 eða í tölvupósti á hsv@hsv.is.

Nánar
Ragney Líf Stefánsdóttir
Ragney Líf Stefánsdóttir
1 af 2

Ragney Líf Stefánsdóttir sundkona úr íþróttafélaginu Ívari var í gær útnefnd íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2008 við hátíðlega athöfn í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Nánar

Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og verður formlega ræst í annað sinn miðvikudaginn 4. febrúar 2009. Þátttakendur voru um 7.700 þegar Lífshlaupið fór fram í fyrsta skipti.

Nánar