Ragney Líf Stefánsdóttir sundkona úr íþróttafélaginu Ívari var í gær útnefnd íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2008 við hátíðlega athöfn í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
NánarLífshlaupið höfðar til allra landsmanna og verður formlega ræst í annað sinn miðvikudaginn 4. febrúar 2009. Þátttakendur voru um 7.700 þegar Lífshlaupið fór fram í fyrsta skipti.
NánarStjórn verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki fyrir tímabilið janúar til júní 2009. Styrkirnir verða veittir einstaklingum sem sækja námskeið eða aðra fræðslu í þjálfun erlendis á fyrrgreindu tímabili.
Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu ÍSÍ undir „Um ÍSÍ - styrkir" og skulu umsóknir berast skrifstofu ÍSÍ merktar „Þjálfarastyrkir vor 2009" fyrir 1. febrúar næstkomandi.
Allar frekari upplýsingar veitir sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is
NánarFrístundahúsinu að Skólagötu 10 var færð ljósritunarvél að gjöf í dag. Það var Glitnir útibú á Ísafirði sem gaf vélina. Hún á án efa eftir að nýtast vel þeim sem nota húsið. Við færum Glitni þakkir fyrir það.
Nánar