- 25.11.25
- Guðbjörg Ebba Högnadóttir
Íþróttaeldhugi ársins 2025
Veist þú um ósérhlífinn einstakling sem hefur gefið mikið af tíma sínum í sjálfboðavinnu í íþróttastarfi og verið öðrum innblástur og hvatning?
Sendu inn tilnefningu fyrir 5. desember á https://isi.is/fraedsla/ithrottaeldhugi-2025
Verðlaunin "Íþróttaeldhugi ársins" eru í boði Lottó.
Nánar
- 24.08.25
- Guðbjörg Ebba Högnadóttir
Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
HSV sendir bikarmeisturum Vestra innilegar hamingjuóskir með titilinn. Það er einstakt að sjá hvernig íþróttir geta tengt samfélagið saman.
Nánar
- 11.06.25
- Guðbjörg Ebba Högnadóttir
Ársþing HSV 22. maí 2025
Ársþing HSV á Suðureyri 22. maí 2025
Ársþing HSV 2025 var haldið fimmtudaginn 22. maí sl. og fór það fram í félagsheimilinu á Suðureyri. Sigurður Jón Hreinsson formaður setti þingið í tuttugasta og fimmta skiptið. Marinó Hákonarson var kosinn fyrsti þingforseti og Birna Hannesdóttir annar þingforseti. Gildir þingfulltrúar voru 31 talsins og þátttakendur í heild um 40 manns.
Daníel Jakobsson, fulltrúi frá framkvæmdastjórn ÍSÍ og Guðmunda Ólafsdóttir, fulltrúi frá stjórn UMFÍ ávörpuðu þingið og fluttu kveðjur frá stjórnum ÍSÍ og UMFÍ. Þá veitti Guðmunda Svövu Rán Valgeirsdóttur starfsmerki UMFÍ fyrir störf sín fyrir Stefni á Suðureyri um árabil.
Á þinginu var farið yfir hefðbundin fundarstörf, skýrslu stjórnar, afgreiðslu reikninga og fjárhagsáætlunar, og afgreiðslu tillaga sem voru 13 talsins. Meðal annars var ákveðið að búa til starfshóp um endurskoðun laga HSV og munu Ásgerður Þorleifsdóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Marinó Hákonarson skipa þann hóp. Þingið þótti með lengra móti en það hófst kl. 17 og lauk um kl. 22.30.
Uppstillingarnefnd hafði starfað í aðdraganda þingsins og var nokkuð um framboð í stjórn. Kosið var í formannssætið og hlaut Sigurður Gunnar Þorsteinsson meirihluta atkvæða. Magnús Þór Bjarnason og Hafsteinn Már Andersen voru á síðasta þingi kosnir til tveggja ára og sitja því áfram í stjórn. Uppstillingarnefnd lagði til þau Kristinn Ísak Arnarsson og Guðbjörgu Ebbu Högnadóttur í aðalstjórn til tveggja ára og í varastjórn þau Heiðrúnu Tryggvadóttur, Höllu Signýju Kristjánsdóttur og Árna Freyr Elíasson. Tillögur uppstillingarnefndar voru samþykktar með lófataki.
Stjórn HSV er þá þannig skipuð næsta árið:
Sigurður Gunnar Þorsteinsson – formaður
Hafsteinn Már Andersen
Magnús Þór Bjarnason
Kristinn Ísak Arnarsson
Guðbjörg Ebba Högnadóttir
Varastjórn:
Halla Signý Kristjánsdóttir
Heiðrún Tryggvadóttir
Árni Freyr Elíasson
Fráfarandi formanni og stjórn HSV er jafnframt þakkað fyrir sín störf á liðnu ári.
Tveir einstaklingar hlutu heiðursviðurkenningar HSV. Einar Halldórsson fékk silfurmerki HSV fyrir ómetanlegt framlag hans til Harðar og íþróttahreyfingarinnar í heild, og Halldór Karl Valsson hlaut silfurmerki HSV fyrir hönd Vestra og störf sín fyrir ýmis íþróttafélög um árabil.
Nánar
- 20.05.25
- Sigurður Hreinsson
Ársþing HSV fyrir árið 2024
Suðureyri við Súgandafjörð. mynd/westfjords.is
25. Héraðsþings HSV verður haldið fimmtudaginn 22. maí nk.
Þingið hefst kl. 17:00. og verður haldið í Félagsheimilinu á Suðureyri.
Fyrir liggur að breytingar verða á stjórn sambandsins. Kjósa þarf inn tvo nýja aðalmenn í stjórn auk þriggja varamanna. Þeir sem eru áhugasamir um að koma í stjórn HSV mega hafa samband með tölvupósti í hsv@hsv.is til að fá frekari upplýsingar eða heyra í Antoni Helga, tengilið uppstillingarnefndar í síma 845 3151.
Ársskýrsla HSV er kominn á heimasíðu HSV, en í henni má finna býsna margt um íþróttalíf á starfssvæði HSV.
Nánar
- 23.01.25
- Sigurður Hreinsson
Opið fyrir umsóknir í Þjálfarasjóð og Búnaðarsjóð HSV
HSV auglýsir eftir umsóknum í Styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf á starfssvæði héraðssambandsins.
Umsóknarfrestur er til og með 10. Febrúar.
Taka þarf fram hvort sótt er um styrk vegna námskeiða sem þjálfarar sóttu á árinu 2024, eða vegna fyrirhugaðra námskeiða á árinu 2025.
Í umsókn þarf að koma fram helstu upplýsingar um þjálfarann og/eða verkefnið sem sótt er um styrk fyrir. Umsóknum skal skilað á netfangið umsókn@hsv.is merkt Þjálfarasjóður
Reglugerð Þjálfarasjóðs HSV má finna á heimasíðu HSV.
Þá hefur jafnframt verið opnað fyrir umsóknir í Búnaðarsjóð HSV. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er hann hugsaður til að styrkja kaup á nauðsynlegum búnaði fyrir íþróttafélög HSV. Styrkveitingum er ætlað að auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélaginu.
Umsóknarfrestur er til og með 10. Febrúar.
Taka þarf fram hvort sótt er um styrk vegna búnaðar sem keyptur var á árinu 2024, eða vegna fyrirhugaðra búnaðarkaupa á árinu 2025.
Í umsókn þarf að koma fram helstu upplýsingar um búnaðinn og/eða verkefnið sem sótt er um styrk fyrir. Umsóknum skal skilað á netfangið umsókn@hsv.is merkt Búnaðarasjóður
Reglugerð búnaðarsjóðs HSV má finna á heimasíðu HSV.
Nánar