Nýr samningur milli HSV og Ísafjarðarbæjar hefur verið undirritaður.
Stjórn HSV ásamt Ísafjarðarbæ hefur unnið að nýjum samning í góðri samvinnu og breytingar kynntar vel fyrir aðildarfélögum HSV. Á formannafundi þann 13. nóvember sl. voru drög að samningi samþykkt og fól fundurinn stjórn HSV að vinna málið áfram og ganga frá undirskrift á nýjum samningi.
Samningurinn felur í sér nokkrar breytingar:
Staða framkvæmdastjóra HSV mun færast til Ísafjarðarbæjar og rekstrarstyrkur Ísafjarðarbæjar til HSV minnkar sem samsvarar launagreiðslum og rekstri skrifstofu HSV.
Starfið verður auglýst skv. reglum Ísafjarðarbæjar og mun starfsmaðurinn sinna mörgum verkefnum sem HSV var með áður skv. samningi við Ísafjarðarbæ.
Íþróttaskóli HSV færist yfir til Ísafjarðarbæjar ásamt stöðu yfirþjálfara. Nýr starfsmaður á skóla- og tómstundasviði mun hafa umsjón með skólanum ásamt yfirþjálfara.
Ísafjarðarbær hefur lagt til íbúðarstyrk í formi afnota af fimm íbúðum Fasteigna Ísafjarðarbæjar. Þær eru nú aðeins úthlutaðar til 1. september 2024 þar sem Ísafjarðarbær hyggst selja íbúðirnar. Þetta ákvæði verður endurskoðað ef seinkun verður á sölu íbúðanna.
Við undirritun samnings greindi bæjarstjóri frá því að fullur vilji væri til að reyna allt hvað þau geta til að koma til móts við skerðingu íbúðastyrks.
Markmið með þessum breytingum er meðal annars að viðhalda öflugu íþróttastarfi í á svæðinu og að auka skilvirkni samskipta íþróttahreyfingar við Ísafjarðarbæ. Ísafjarðarbær og HSV munu áfram vera í góðu samstarfi og vinna að uppbyggingu íþrótta á svæðinu.
Efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2023 verður útnefndur á sama tíma og útnefning íþróttamanns Ísafjarðarbæjar 2023, eða á veitingastaðnum Logni á Hótel Ísafirði þann 13. janúar 2024 kl. 14:00.
Eftirfarandi eru tilnefnd:
Anna Magnea Rafnsdóttir, Skíðafélagi Ísfirðinga, snjóbrettadeild
Bríet Emma Freysdóttir, Skíðafélagi Ísfirðinga, alpagrein
Dagný Emma Kristinsdóttir, körfuknattleiksdeild Vestra
Dagný Emma Kristinsdóttir, Skíðafélagi Ísfirðinga, skíðaganga
Grétar Nökkvi Traustason, Golfklúbbi Ísafjarðar
Grétar Smári Samúelsson, Skíðafélagi Ísfirðinga, skíðaganga
Guðrún Helga Sigurðardóttir, lyftingadeild Vestra
Hjálmar Helgi Jakobsson, körfuknattleiksdeild Vestra
Ísar Logi Ágústsson, Skíðafélagi Ísfirðinga, snjóbrettadeild
Karen Rós Valsdóttir, Skotís, skotfimideild
Maria Kozak, Skotís, bogfimideild
Patrekur Bjarni Snorrason, knattspyrnudeild Vestra
Svala Katrín Birkisdóttir, knattspyrnudeild Vestra
Sverrir Bjarki Svavarsson, blakdeild Vestra
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2023 verður útnefndur á veitingastaðnum Logni á Hótel Ísafirði þann 13. janúar 2024 kl. 14:00. Viðburðurinn er öllum opinn.
Eftirtalin eru tilnefnd í kjörinu um íþróttamann Ísafjarðarbæjar
Ásgeir Óli Kristjánsson, Golfklúbbi Ísafjarðar, tilnefndur af Golfklúbbi Ísafjarðar
Elmar Atli Garðarsson, knattspyrnudeild Vestra, tilnefndur af bæjarbúa
Dagur Benediktsson, Skíðafélagi Ísfirðinga, tilnefndur af Skíðafélagi Ísfirðinga
Gustav Kjeldsen, knattspyrnudeild Vestra, tilnefndur af knattspyrnudeild Vestra
Leifur Bremnes, Skotís, tilnefndur af Skotís
Sigrún Betanía Kristjánsdóttir, knattspyrnudeild Vestra, tilnefnd af knattspyrnudeild Vestra
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, körfuknattleiksdeild Vestra, tilnefndur af körfuknattleiksdeild Vestra
Sólveig Pálsdóttir, Golfklúbbi Ísafjarðar, tilnefnd af Golfklúbbi Ísafjarðar
Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir, blakdeild Vestra, tilnefnd af blakdeild Vestra
Nánar