Fimmtudaginn 23.febrúar mun KSÍ bjóða upp á fyrirlestur sem ber heitið Einelti, samskipti og forvarnir. Fyrirlesari er Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, en Vanda hefur viðtæka þekkingu og reynslu af viðfangsefninu. 

Fyrirlesturinn er öllum opinn og verður á efri hæðinni í Vallarhúsinu á Torfnesi. Frítt er á fyrirlesturinn. Tímasetning viðburðar er 17:00 - 19:00

Viðfangsefnið er: 

Einelti og samskiptavandi

Jákvæðir og neikvæðir leiðtogar

Liðsandi 

Foreldrasamskipti

 

Að námskeiðinu loknu eiga þátttakendur að vera komnir með góða innsýn í:

Hvernig á að koma auga á, fyrirbyggja og taka á einelti og samskiptavanda í knattspyrnuliðum.  Hvernig hægt er að efla iðkendur sem jákvæða leiðtoga  Hvernig efla má liðsanda Hvernig stuðla má að jákvæðum foreldrasamskiptum.

 

Þjálfarar með KSÍ/UEFA þjálfararéttindi fá 4 endurmenntunarstig fyrir að sitja fyrirlesturinn. KSÍ hvetur einnig fólk í stjórnum knattspyrnudeilda og barna- og unglingaráða til mæta á fyrirlesturinn. 

Óskað er eftir því að áhugsamir skrái sig á viðburðinn

Skráning hér.

Nánar

Tveir keppendur kepptu fyrir hönd Skotíþróttafélags Ísafjarðar (Skotís) innan HSV á Íslandsmóti ungmenna í bogfimi um helgina með góðum árangri. Maria Kozak og Kristjana Rögn Andersen kepptu báðar í berbogaflokki U18 á mótinu og unnu titilinn í liðakeppni berboga U18 ásamt því að slá Íslandsmet í liðakeppni U18 berboga kvenna.

Frá þessu er greint á vefsíðu Bogfimisambandsins.

Maria Kozak vann tvo einstaklings Íslandsmeistaratitila, U18 kvenna og U18 unisex og vert að geta að í báðum tilfellum vann hún í gull úrslita leiknum gegn liðsfélagasínum Kristjönu. Þetta er í fyrsta sinn sem einnig er keppt á Íslandsmótum ungmenna um Íslandsmeistaratitil óháðan kyni, en þeirri viðbót var m.a. bætt við í reglurnar til þess að stuðla að aðgengi og þátttöku þeirra sem eru skráðir með þriðju kynskráningu í þjóðskrá. Einn slíkur keppandi var á mótinu sem setti Íslandsmetið í trissuboga U18 kynsegin/annað.

Skotís hefur ekki unnið einstaklings Íslandsmeistaratitil ungmenna í meira en 6 ár og því sterk frammistaða hjá félaginu með efnilega keppendur að koma inn með 3 titla, 2 silfur og 1 Íslandsmet á þessu móti.

  • Íslandsmeistari U18 berboga kvenna Maria Kozak
  • Íslandsmeistari U18 berboga Maria Kozak (óháð kyni)
  • Íslandsmeistari U18 berboga kvenna liðakeppni Skotís  (Maria Kozak og Kristjana Rögn Andersen).
  • Íslandsmet undankeppni liða U18 berboga kvenna 811 stig

Báðar stelpurnar hafa lýst yfir áhuga á því að keppa á Norðurlandameistaramóti ungmenna í Noregi í júlí næstkomandi og það verður spennandi að sjá árangur þeirra þar ef þær ákveða að leggja í för þanngað.

Nánar

Skíðagöngumaðurinn Dagur Benediktsson var útnefndur íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2022 í gær, sunnudaginn 8. janúar. 

Dagur var tilnefndur af Skíðafélagi Ísfirðinga og í rökstuðningi segir:

Dagur hefur æft skíðagöngu með SFÍ frá unga aldri og keppir nú um allan heim fyrir hönd Ísfirðinga. Hann hefur lagt mikið á sig til að komast á þennan stað sem hann er í dag enda krefst það gífurlegs sjálfsaga að komast langt í einstaklingsíþrótt. Til að mynda ver Dagur yfir 700 klst. í æfingar á ári sem er að meðaltali um 2 klst á dag, alla daga ársins. Hann er mikil fyrirmynd fyrir krakkana í SFÍ og passar að kíkja á æfingar þeirra þegar hann er staddur á svæðinu. Dagur er í A-landsliðinu í skíðagöngu og keppir á mörgum helstu stórmótum heims, enda er hann einn af topp þremur Íslendingum á heimslista í skíðagöngu karla. Hann vann til fjölda verðlauna á síðasta ári og má þá helst nefna að hann var annar í mark af öllum í 50 km Fossavatnsgöngu.

Til gamans má geta þess að fyrir 40 árum, í febrúar 1983, hlaut móðir Dags, Stella Hjaltadóttir, útnefninguna íþróttamaður Ísafjarðar.

 Frétt úr Ísfirðingi, 11. mars 1983.

Við sama tilefni var efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2022 einnig útnefndur og féll titillinn í skaut Grétars Smára Samúelssonar, en Grétar stundar skíðagöngu af miklu kappi. Í rökstuðningi SFÍ segir að hann hafi náð frábærum árangri á síðasta ári og unnið allar þær greinar sem hægt er að vinna á skíðagöngumótum fyrir hans aldur auk þess að vera í öðru sæti af 125 keppendum í 25 km hefðbundinni göngu í Fossavatnsgöngunni. 

Grétar Smári og Dagur.

Þá voru veittar viðurkenningar þeim sem hlutu tilnefningu frá sínu íþróttafélagi í báðum flokkum.

Tilnefningar í kjörinu um íþróttamann Ísafjarðarbæjar

Karen Rós Valsdóttir – Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar
Jón Gunnar K. Shiransson – Golfklúbbur Ísafjarðar
James M. Parilla f.h. Hilmis Hallgrímssonar – Körfuknattleiksdeild Vestra
Grétar Logi Sigurðsson f.h. Hafsteins Más Sigurðssonar – Blakdeild Vestra
Dagur Benediktsson – Skíðafélag Ísfirðinga
Jón Hálfdán Pétursson f.h. Nicolaj Madsen – Knattspyrnudeild Vestra
Stefán Freyr Jónsson f.h. Rolands Lebedevs – Handknattleiksdeild Harðar

Tilnefningar í kjörinu um efnilegasta íþróttamann Ísafjarðarbæjar

Sverrir Bjarki Svavarsson – Blakdeild Vestra
Pétur Þór Jónsson – Handknattleiksdeild Harðar
Karen Rós Valsdóttir – Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar
Hjálmar Helgi Jakobsson – Golfklúbbur Ísafjarðar
Haukur Fjölnisson – Körfuknattleiksdeild Vestra
Grétar Smári Samúelsson – Skíðafélag Ísfirðinga
Ekki á mynd: Marvin Darri Steinarsson – Knattspyrnudeild Vestra

Nánar

Siglingafélagið Sæfari er með opnar kayak æfingar í sundhöll Ísafjarðar alla fimmtudaga frá kl. 16:00 til 18:00

Áhugasamir eru hvattir til að koma og prufa. Ekki aldurstakmark, mikilvægt að vera syndur.

 

Einnig eru æfingar alla sunnudaga á vegum Sæfara þar sem róið er á pollinum - frá Sæfara

Róið er frá kl. 11:00 í u.þ.b. þrjá klukkutíma. 18 ára og eldri hvattir til að koma og taka þátt.

 

Þið finnið -Sæfari Ísafjörður- á facebook

 

 

Nánar

Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2022 verður útnefndur í hófi á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði sunnudaginn 8. janúar klukkan 15. Viðburðurinn er öllum opinn.

Eftirtalin eru tilnefnd í kjörinu um íþróttamann Ísafjarðarbæjar

Nicolaj Madsen – Knattspyrnudeild Vestra
Dagur Benediktsson – Skíðafélag Ísfirðinga
Hilmir Hallgrímsson – Körfuknattleiksdeild Vestra
Jón Gunnar K. Shiransson – Golfklúbbur Ísafjarðar
Hafsteinn Már Sigurðsson – Blakdeild Vestra
Karen Rós Valsdóttir – Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar
Rolands Lebedevs – Handknattleiksdeild Harðar

Eftirtalin eru tilnefnd í kjörinu um efnilegasta íþróttamann Ísafjarðarbæjar

Hjálmar Helgi Jakobsson – Golfklúbbur Ísafjarðar
Haukur Fjölnisson – Körfuknattleiksdeild Vestra
Karen Rós Valsdóttir – Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar
Sverrir Bjarki Svavarsson – Blakdeild Vestra
Pétur Þór Jónsson - Handknattleiksdeild Harðar
Grétar Smári Samúelsson – Skíðafélag Ísfirðinga
Marvin Darri Steinarsson – Knattspyrnudeild Vestra

Einnig verða veitt hvatningarverðlaun fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingarinnar á viðburðinum.

Nánar