- 22.05.23
- Dagný Finnbjörnsdóttir
Íþrótta og leikjanámskeið HSV hefst 06. júní
Íþrótta og leikjanámskeið HSV hefst 06. júní nk.
Námskeiðin verða fjögur talsins og eru fyrir öll börn fædd 2013-2016.
Skráning og greiðsla fer fram á þessum vef Sportabler
Námskeiðin verða á eftirfarandi dögum:
12.-16. júní → Verð 6000 krónur
19.-23. júní → Verð 6000 krónur
26.-30. júní → Verð 6000 krónur
Skráningu lýkur kl. 16:00 á fimmtudeginum fyrir námskeiðið sem hefst n.k. mánudag. Þar sem
skipta þarf þátttakendum upp í minni hópa er nauðsynlegt að allar skráningar séu komnar inn í
kerfið á réttum tíma. Gætið að réttum netföngum þar sem dagskrá vikunnar og mikilvægar
upplýsingar eru sendar með tölvupósti á foreldra/forráðamenn áður en námskeiðið hefst.
Námskeiðin eru alla virka daga frá kl. 9-12. Krakkarnir geta fengið vistun frá kl. 8:30 án
skipulagðrar dagskrár.
Um er að ræða hefðbundið námskeið fyrir börn í 1.-2. bekk þ.e, farið verður í leiki, fjöruferðir,
hjólaferðir, fjallgöngur, sund, ýmsar
íþróttagreinar prófaðar og margt fleira. Mæting fyrir 1.-2.bekk og er við Íþróttahúsið á Torfnesi.
Fyrir börn í 3.-4. bekk verður Klifurnámskeið í viku eitt, golfnámskeið í viku tvö og almennt námskeið í
viku þrjú.
Á öllum námskeiðunum er nesti borðað um miðjan morgun og koma allir með hollt og gott nesti
að heiman.
Rétt er að taka fram að öll eru velkomin á íþrótta- og leikjanámskeið HSV, búseta á
starfssvæði HSV er ekki skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Heiðar Birnir Torleifsson á netfanginu
ithrottaskoli@hsv.is
Nánar
- 8.05.23
- Dagný Finnbjörnsdóttir
Daníel Jakobsson kosin í framkvæmdarstjórn ÍSÍ
Ný liðna helgi var 76. ársþing ÍSÍ haldið í Hafnafirði.
Á þinginu var kosið um 7 meðlimi í framkvæmdastjórn, 9 einstaklingar buðu sig fram.
Eftirfarandi hlutu kosningu til næstu fjögurra ára (upptalningin er í stafrófsröð):
Daníel Jakobsson
Elsa Nielsen
Hafsteinn Pálsson
Hjördís Guðmundsdóttir
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir
Olga Bjarnadóttir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Fyrir sitja í framkvæmdastjórn ÍSÍ: Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, Þórey Edda Elísdóttir, 1. varaforseti ÍSÍ, Garðar Svansson, Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, Hörður Þorsteinsson, Úlfur Helgi Hróbjartsson, Viðar Garðarsson og Valdimar Leó Friðriksson.
HSV óskar nýrri stjórn og Daníeli til hamingju með kjörið.
Nánar
- 24.04.23
- Dagný Finnbjörnsdóttir
23. Ársþing HSV verður haldið 24. maí
Í samræmi við 7. gr laga HSV er hér með boðað til 23. Héraðsþings HSV, miðvikudaginn 24. maí kl. 17:00. Þingið verður haldið á fjórðu hæðinni í Stjórnsýsluhúsinu.
Dagskrá og upplýsingar um tillögur sem fara fyrir þingið verður gefið út tveimur vikur fyrir þing
Tillögur sem óskað er eftir að teknar verði fyrir á Héraðsþingi, skulu hafa borist stjórn HSV fyrir 10. maí 2023.
Einnig er óskað eftir fólki til að gefa kost á sér í aðalstjórn HSV. Áhugasamir geta haft samand með tölvupósti í hsv@hsv.is fyrir frekari upplýsingar.
Frekari upplýsingar varðandi héraðsþing HSV má finna í lögum HSV sem nálgast má á heimasíðu HSV, hsv.is.
Nánar
- 22.03.23
- Dagný Finnbjörnsdóttir
Nýr yfirþjálfari íþróttaskóla HSV- Daniel Badu
Daniel Osafo-Badu hefur verið ráðinn til starfa sem yfirþjálfari HSV.
Daniel hefur mikla reynslu af þjálfun, hann hefur lokið við UFEA A gráðu og hefur hann m.a. starfað sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks Vestra í fótbolta, verið leikmaður liðsins auk þess að þjálfa yngri flokka. Einnig hefur Daniel starfað sem stuðningsfulltrúi í grunn- og menntaskóla. Daniel stundaði nám við Kingston University árið 2010 í Sports Science.
Daniel er heimamaður og hefur skýra sýn á starfsemi íþróttaskólans og teljum við að hann sé vel til þess fallinn að taka við keflinu af Heiðari. Framtíðin er björt hjá HSV og hefur íþróttaskólinn fest sig í sessi á fyrstu árum Grunnskólans þar sem markmiðið með skólanum er að veita öllum börnum jöfn tækifæri þegar kemur að íþróttum og hreyfingu. Í íþróttaskólanum hafa allir nemendur tækifæri til að kynnast því íþróttastarfi sem er í boði í sveitarfélaginu okkar.
Daniel mun hefja störf um miðjan maí nk. og starfa við hlið Heiðars Birnis út maí mánuð, og tekur svo við keflinu frá 1. júní.
HSV hlakkar samstarfsins við Daniel um áframhaldandi uppbyggingu íþróttaskólans sem og við önnur góð verk HSV og Ísafjarðarbæjar í íþróttamálum.
Nánar
- 13.03.23
- Dagný Finnbjörnsdóttir
Ganga úr stjórn eftir 15 ára störf fyrir knattspyrnudeild Vestra
Barna og unglingaráð knattspyrnudeild Vestra þakkar þeim Anítu og Kristjáni fyrir óeigingjarnt starf.
Aníta Ólafsdóttir og Kristján Þór Kristjánsson gengur úr stjórn barna og unglingaráðs knattspyrnudeildar á aðalfundi deildarinnar í síðustu viku eftir um 15 ára starf.
Aníta og Kristján hafa unnið ötullt starf í mörg ár fyrir félagið og hafa verið félaginu algjörlega ómisandi síðustu ár. Það er mikill fengur fyrir félagið að hafa notið krafta þeirra og það svona lengi. Það er ekki sjálfgefið að fá svona öfluga sjálfboðaliða og hvað þá að þeir sitji svona lengi í stjórn.
Er þeim Anítu og Kristjáni þakkað innilega fyrir þeirra störf fyrir knattspyrnuhreyfinguna síðustu ár.
Formaður stjórnar lætur einnig sem af störfum sem formaður, en Jón Hálfdán Pétursson tók við sæti formanns af Tinnu Hrund Hlynsdóttur Hafberg. Kristján Þór er langt í frá hættur að starfa fyrir knattspyrnuna á svæðinu, en hann hefur tekið sæti formanns meistaraflokksráðs kvenna sem er í pípunum hér á svæðinu.
Stjórnir knattspyrnudeilda eru full skipaðar góðum sjálfboðaliðum, en fyrir það ber að þakka. Félögin ganga ekki án sjálfboðaliða.
Sjálfboðaliða starfið er sannarlega óeigingjarnt starf.
Nánar