- 4.01.23
- Dagný Finnbjörnsdóttir
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2022: Tilnefningar
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2022 verður útnefndur í hófi á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði sunnudaginn 8. janúar klukkan 15. Viðburðurinn er öllum opinn.
Eftirtalin eru tilnefnd í kjörinu um íþróttamann Ísafjarðarbæjar
Nicolaj Madsen – Knattspyrnudeild Vestra
Dagur Benediktsson – Skíðafélag Ísfirðinga
Hilmir Hallgrímsson – Körfuknattleiksdeild Vestra
Jón Gunnar K. Shiransson – Golfklúbbur Ísafjarðar
Hafsteinn Már Sigurðsson – Blakdeild Vestra
Karen Rós Valsdóttir – Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar
Rolands Lebedevs – Handknattleiksdeild Harðar
Eftirtalin eru tilnefnd í kjörinu um efnilegasta íþróttamann Ísafjarðarbæjar
Hjálmar Helgi Jakobsson – Golfklúbbur Ísafjarðar
Haukur Fjölnisson – Körfuknattleiksdeild Vestra
Karen Rós Valsdóttir – Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar
Sverrir Bjarki Svavarsson – Blakdeild Vestra
Pétur Þór Jónsson - Handknattleiksdeild Harðar
Grétar Smári Samúelsson – Skíðafélag Ísfirðinga
Marvin Darri Steinarsson – Knattspyrnudeild Vestra
Einnig verða veitt hvatningarverðlaun fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingarinnar á viðburðinum.
Nánar
- 19.12.22
- Dagný Finnbjörnsdóttir
Starf yfirþjálfara íþróttaskóla HSV laust til umsóknar.
Stjórn Héraðssamband Vestfjarða auglýsir 100% starf yfirþjálfara Íþróttaskóla HSV laust til umsóknar. HSV er með starfssvæði í Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp og hefur 13 virk aðildarfélög innan sinna vébanda. Sambandið vinnur náið með sveitarfélögunum tveimur að uppbyggingu íþróttamála á svæðinu ásamt því að vinna með aðildarfélögum að framgangi einstakra íþróttagreina.
Íþróttaskóli HSV var settur á fót haustið 2011 og er samstarfsverkefni HSV, aðildarfélaga HSV og Ísafjarðarbæjar. Skólinn er fyrir öll börn í 1-4. bekk grunnskóla Ísafjarðarbæjar. Lögð er áhersla á grunnþjálfun og að börnin fái þjálfun í flestum þeim íþróttagreinum sem í boði eru á eldri stigum aðildarfélaga. Ísafjarðarbær styður verkefnið og var stofnun skólans ein af grunnstoðum í samstarfssamningi Ísafjarðarbæjar og HSV sem fyrst var undirritaður vetur 2010-2011.
Markmið skólans eru.
- Hvetja og fá sem allra flest börn til að iðka íþróttir
- Fyrstu kynni barna af íþróttaiðkun sé jákvæð
- Börn fái tækifæri til að kynnast sem flestum íþróttagreinum
- Auka gæði þjálfunar
- Lækka kostnað heimila við íþróttaiðkun barna
- Auka grunnþjálfunarhluta æfinga, almenna hreyfingu, hreyfiþroska og hreyfigetu.
Yfirþjálfari íþróttaskóla HSV ber ábyrgð á daglegum rekstri hans ásamt samskiptum við Ísafjarðarbæ, aðildarfélög, foreldra og börn í skólanum.
Helstu verkefni:
- Yfirumsjón með öllu daglegu starfi Íþróttaskóla HSV, skipulagi, þjálfaramálum og stundaskrárgerð
- Umsjón með grunnþjálfun barna í 1.-4. Bekk og þjálfun barna í 1.-2. Bekk ásamt annarri þjálfun sem við á í samstarfi við aðildarfélög HSV
- Skipulagning og eftirlit með framkvæmd þjálfunar íþróttagreina í skólanum
- Umsjón með heimasíðu Íþróttaskólans og fréttum honum tengdar
- Samskipti við aðildarfélög, þjálfara aðildarfélaga, dægradvöl, foreldrar og forráðamenn barna í Íþróttaskólanum
- Halda utan um skráningar og skráningarkerfi skólans
- Yfirumsjón með leikjanámskeið HSV
Hæfnikröfur:
Leitað er að einstaklingi með reynslu af þjálfum barna. Íþróttakennaramenntun, þjálfaramenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi er kostur en ekki skilyrði. Yfirþjálfarinn þarf að vera fyrirmynd fyrir börn og fullorðna og koma vel fyrir. Jákvætt hugarfar, sjálfstæð vinnubrögð, góð samskiptafærni, sveigjanleiki og ríkur vilji til að vinna með börnum eru skilyrði. Áhugi á uppbyggingu íþróttastarfs í Ísafjarðarbæ er mikilvægur kostur.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15. Maí 2023 eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2023
Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri HSV, Dagný Finnbjörnsdóttir í síma 865-7161, umsóknir skulu berast á netfangið hsv@hsv.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Stjórn HSV áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Nánar
- 5.12.22
- Dagný Finnbjörnsdóttir
Til hamingju með daginn sjálfboðaliðar
Í dag er dagur sjálfboðaliðans. Upphaf dagsins má rekja aftur til ársins 1985 þegar Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að 5. desember yrði Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða um alla heim.
Tilgangur dagsins er að vekja athygli á því óeigingjarna starfi sem sjálfboðaliðar í samfélaginu sinna. Um allt land byggist starf íþrótta- og ungmennafélaga mikið til upp á sjálfboðaliðum og er þar engin undantekning á í okkar íþróttahéraði.
Fjöldi fólks innan okkar héraðssambands leggur íþróttahreyfingunni lið með því að sitja í stjórnum, nefndum, ráðum eða vinnuhópum. Sjálfboðaliðar taka þátt í foreldrastarfi, ferðalögum, fjáröflunum eða hjálpa til við framkvæmd móta, kappleikja og/eða annarra viðburða. Það sýnir sig að þetta starf skilar sér með góðum árangri í íþróttastarfi á okkar svæði og ekki síst í mikilvægu forvarnarstarfi ungmenna.
Aldrei má missa sjónar á gríðarlega mikilvægu framlagi sjálfboðaliða.
Nánar
- 2.11.22
- Dagný Finnbjörnsdóttir
Opið fyrir umsóknir í Afrekssjóð HSV
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Afrekssjóð HSV. Samkvæmt reglugerð Afrekssjóðs HSV er markmið sjóðsins að styrkja unga og efnilega íþróttamenn með því að gera eins árs samning við viðkomandi (8. grein). En einnig er heimilt að úthluta einstaka styrkjum til þeirra íþróttamanna sem ekki falla undir skilyrði til samnings (9. grein).
3. grein
Eingöngu iðkendur aðildarfélaga HSV, sem stunda íþróttir sem viðurkenndar eru af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ), geta sótt um styrk úr sjóðnum.
8. grein
Meginmarkmið sjóðsins er að styrkja unga og efnilega íþróttamenn sem líklegir eru til að verða afreksmenn í framtíðinni. Sjóðurinn skal ná því markmiði með því að gera eins árs samning við viðkomandi.
9. grein
Heimilt er að úthluta úr Afrekssjóðnum einu sinni á ári til þeirra íþróttamanna sem ekki falla undir skilyrði til langtímasamnings.
Reglugerð Afrekssjóðs HSV
Við höfum nú uppfært umsóknarferlið fyrir sjóðinn og er það eins hvort sem sótt er um að gera samning eða fá einstaka styrki, umsækjandi velur í ferlinu hvoru hann sækist eftir. Umsækjandi sem óskar eftir samningi en fær ekki mun sjálfkrafa færast yfir í hóp þeirra sem sækja um einstaka styrki.
Umsóknarferlið fer fram í gengum heimasíðu HSV líkt og verið hefur. Slóðin inn á ferlið er hér: SÆKJA UM
Umsóknarfrestur er til og með 15.desember 2022
Nánar
- 26.09.22
- Dagný Finnbjörnsdóttir
Styrktarsjóður þjálfara, opið fyrir umsóknir
Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í Styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélaginu. Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ og Súðavík til hagsbóta
Umsóknarfrestur er til og með 25. október
Í umsókn þarf að koma fram helstu upplýsingar um þjálfarann og/eða verkefnið sem sótt er um styrk fyrir. Umsóknum skal skilað á netfangið hsv@hsv.is eða til HSV, Suðurgötu 12, 400 Ísafjörður
Reglugerð sjóðsins má finna á heimasíðu HSV; https://hsv.is/um_hsv/styrktarsjodur_thjalfara_hsv/
Frekari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri HSV, hsv@hsv.is eða í síma 865-7161
Nánar