1 af 2

Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2021 var útnefndur í dag, föstudaginn 14. janúar. Að þessu sinni var athöfnin með allra minnsta sniði til að fylgja samkomutakmörkunum.

 

Hafsteinn Már leikmaður í blakdeild Vestra var útnefndur íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2021, Hafsteinn Már byrjaði að æfa blak á Ísafirði 9 ára gamall eða fljótlega eftir að krakkablakið hóf að ryðja sér til rúms hér fyrir vestan. Hann var lengi vel einn af þeim lágvaxnari í sínum æfingahóp en æfði grimmt og gaf því öðrum iðkendum ekkert eftir á vellinum. Eftir því sem árin liðu, fór Hafsteinn Már að banka uppá í karlaliðinu. Fyrstu skiptin sem hann var á leikskýrslu, var hann ekki nema 13 ára. Hafsteinn Már er fjölhæfur leikmaður og hefur td. spilað allar stöður á vellinum. Hann var valinn í draumalið úrvalsdeildarinnar veturinn 2020-2021, var valinn efnilegasti leikmaður í úrvalsdeildinni af þjálfurum deildarinnar tímabilið 2020-2021 og er í æfingahóp A-landsliðs karla. Hafsteinn Már er fyrirliði blakdeildar Vestra, er einn af öflugustu leikmönnum í úrvalsdeildinni og góð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur.

 

Efnilegasti íþróttamaður ársins 2021 er Sudario Eiður Carneiro úr handknattleiksdeild Harðar. Sudario er ungur og efnilegur leikmaður sem hefur náð miklum framförum sl. tvö ár og er mikilvægur hlekkur í toppliði Harðar í 1. deildinni. Í rökstuðningi segir meðal annars: „Sudario er frábær leikmaður og liðsfélagi, sem gefur sig ávallt allan fram innan sem utan vallar. Hann er vel liðin af liðsfélögum og drífur þá áfram með krafti sínum. Einnig er hann iðinn við félagsstörf í þágu Harðar og er alltaf reiðubúinn til að aðstoða þegar kemur að hinum ýmsu verkefnum. Sudario, sem er aðeins 17 ára, hefur allt til að bera til að verða handboltamaður í hæsta gæðaflokki og er hann einn af þeim efnilegustu sem sést hefur í vestfirskum handbolta.“

 

Þá hlaut Fossavatnsgangan hvatningarverðlaun íþrótta- og tómstundanefndar, en árlega veitir nefndin þessi verðlaun fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingarinnar.

 

Eftirfarandi tilnefningar bárust frá aðildarfélögum HSV.

Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2021
Anton Helgi Guðjónsson – Golfklúbbur Ísafjarðar
Hafsteinn Már Sigurðsson – Blakdeild Vestra
Samúel Orri Stefánsson – Hjóladeild Vestra
Allir iðkendur – Íþróttafélagið Ívar
Albert Jónsson – Skíðafélag Ísfirðinga
Bára Einarsdóttir – Skotíþróttafélag Ísafjarðar
Nicolaj Madsen – Knattspyrnudeild Vestra
Hilmir Hallgrímsson – Körfuknattleiksdeild Vestra

Efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2021
Jón Gunnar Shiransson – Golfklúbbur Ísafjarðar
Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir – Blakdeild Vestra
Sudario Eiður Carneiro – Handknattleiksdeild Harðar
Embla Kleópatra Atladóttir – Hjólreiðadeild Vestra
Sveinbjörn Orri Heimisson – Skíðafélag Ísfirðinga
Guðmundur Arnar Svavarsson – Knattspyrnudeild Vestra
Sara Emily Newman – Körfuknattleiksdeild Vestra

Nánar

Mánudaginn 10. janúar byrjum við

Við höfum gert breytingar frá fyrri árum, í þetta sinn verður hópnum kynjaskipt.

Drengir í 7.-10. bekk æfa á mánudögum frá 15-16.

Stúlkur í 7.-10. bekk æfa á fimmtudögum frá 15-16

Skráning inn á www.hsv.is og þar er valið; skráning iðkenda

Endilega hafið samband við mig í síma 865-7161 eða sendið mér tölvupóst á hsv@hsv.is fyrir frekar upplýsingar eða aðstoð við skráningu. 

Nánar

Í janúar verður boðið upp á KSÍ C þjálfaranámskeið á hér á Ísafirði.

Við hvetjum alla áhugasama til að skrá sig og taka þátt, mömmur og pabba, ömmur og afa, frænkur, frænda, unga sem aldna og alla áhugasama um knattspyrnuþjálfun.
Áhugasamir iðkendur knattspyrnudeildar fá námskeiðið að kostnaðarlausu.

Nánar
Gönguskíðaæfingar fyrir börn í .1-4. bekk hefjast 06. jan nk og fara fram á Seljalandsdal.
Æfingarnar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.00.
Skráning fer fram í Nóra.
Nánar

Jóla- og nýárskveðjur frá stjórn og starfsfólki HSV.

 

Minnum á að skráning fyrir íþróttaskóla vorannar 2022 er hafin.

Framkvæmdastjóri er við símann 8-16 á milli hátíða.

 

Nánar