- 22.12.21
- Dagný Finnbjörnsdóttir
Gleðileg Jól
Jóla- og nýárskveðjur frá stjórn og starfsfólki HSV.
Minnum á að skráning fyrir íþróttaskóla vorannar 2022 er hafin.
Framkvæmdastjóri er við símann 8-16 á milli hátíða.
Nánar
- 16.12.21
- Heiðar Birnir Torleifsson
Nýtt merki íþróttaskólans
Íþróttaskóli HSV hefur fengið nýtt merki.
Höfundur merkisins er Gunnar Bjarni og færum við honum okkar bestu þakkir.
Starfið hefur gengið vel í haust og hlökkum við mikið til vorannarinnar.
Síðasti æfingadagur er í dag fimmtudag og er skráning hafin á vorönn sem hefst þriðjudaginn 04. janúar.
Skráningar fara fram í Nóra.
Nánar
- 7.12.21
- Dagný Finnbjörnsdóttir
Opið fyrir umsóknir um skráningu í almannaheillaskrá
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um skráningu í almannaheillaskrá Skattsins.
Skráningin er ætluð óhagnaðardrifnum félögum, sjóðum og stofnunum eins og íþróttafélögum. Gjafir og framlög til slíkra lögaðila skapa frádráttarheimild hjá gefendum.
Öll félög sem vilja nýta sér ávinning skráningarinnar á þessu ári þurfa að ljúka skráningu á Almannaheillaskrá fyrir áramót.
Um tvenns konar skráningu er að ræða, annars vegar fá skráningu á Almannaheillaskrá og skráning á almannaheillafélagi. Íþróttafélög eru undanskilin síðasttöldu skráningunni.
Skráningin er einföld:
- Farðu inn á rsk.is. Þrír valmöguleikar eru á innskráningu. Nóg er að skrá sig inn með veflykli viðkomandi félags.
- Eftir innskráningu kemur svona gluggi.
- Finndu flipann Samskipti á síðunni og smelltu á hann.
- Nú áttu að sjá annars vegar Samskipti og hins vegar val um Umsóknir.
- Veldu Umsóknir. Smelltu á: Skráning á almannaheillaskrá.
- Upp kemur eftirfarandi síða: Umsókn um skráningu á almannaheillaskrá Skattsins.
- Gangtu úr skugga um að nafnið á þínu félagi sé neðst á síðunni.
- Veldu flipann: Áfram.
- Hér þarf umsækjandi að velja á milli nokkurra flokka. Hakaðu við Æsklýðs- og menningarmálastarfsemi.
- Svara þarf hvað félagið þitt hefur fengið háa styrki og hvað það hefur veitt mikið af styrkjum.
- Í næsta skrefi þarftu að skrifa netfang íþróttafélagsins og haka við að allar upplýsingar séu réttar.
- Sendu efnið frá þér.
- Að síðustu á að koma upp gluggi þar sem segir að umsóknin sé móttekin. Tilkynning um samþykkta umsókn verður send á tölvupóstfang tengiliðs við afgreiðslu umsóknar.
- Nú er þetta komið.
Nánar
- 2.12.21
- Dagný Finnbjörnsdóttir
Ferðasjóður Íþróttafélaga
Öll íþrótta- og ungmennafélög innan ÍSÍ hafa rétt til að sækja um styrk í ferðasjóð ÍSÍ, vegna keppnisferða í viðurkenndum íþróttagreinum innan ÍSÍ á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót.
Ferðasjóður íþróttafélaga hefur fengið árlegt framlag á Fjárlögum Alþingis, allt frá árinu 2007, til úthlutunar til íþrótta- og ungmennafélaga í landinu vegna keppnisferða innanlands. Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var falin umsjón á útreikningi og úthlutunum úr sjóðnum.
Frestur til að skila inn umsóknum vegna keppnisferða ársins 2021
er til miðnættis 10. janúar 2022.
Vinnureglur varðandi úthlutun úr Ferðasjóði íþróttafélaga
Öll íþrótta- og ungmennafélög innan ÍSÍ hafa rétt til að sækja um styrk í sjóðinn, fyrir alla aldurshópa í viðurkenndum íþróttagreinum innan ÍSÍ á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót.
Árlega skal farið yfir lista yfir þau mót sem metin eru styrkhæf.
Einungis ferðir sem mælast 150 km eða meira aðra leið, teljast styrkhæfar ferðir.
Ferðir eru reiknaðar í fjarlægðum, út frá aðsetri viðkomandi félags og að keppnisstað.
Til að reikna út kostnað á ferðir er notast við viðmiðunartölu pr. km. sem ákveðin er af ÍSÍ hverju sinni. Þetta er gert til að reikna út sambærilegan kostnað á allar ferðir.
Notaður er svokallaður upphæðarstuðull til að ná fram frekari jöfnun ferðakostnaðar, þ.e. að þau félög sem þurfa, búsetu sinnar vegna, að ferðast oftast, lengst og með flesta iðkendur, fá hærra útgreiðsluhlutfall heldur en þau félög sem einungis fara eina ferð. Um er að ræða þrepaskipta hækkun eftir fyrirfram ákveðinni töflu sem byggist á upphæðum útreiknaðs ferðakostnaðar.
Íþróttahéruðum er skipt upp í flokka. Hver flokkur hlýtur svokallaðan landsbyggðar-stuðul sem byggður er á fjarlægð helstu byggðarkjarna hvers héraðs frá höfuðborginni.
Sá stuðull margfaldast við þann upphæðarstuðul sem til staðar er í líkaninu (upphæðarstuðul) og getið er hér fyrir ofan. Þak margfeldis upphæðarstuðuls og landsbyggðarstuðuls er 3.
Styrkur er ekki greiddur sem hlutfall af uppgefnum ferðakostnaði félaga heldur sem hlutfall af kostnaði sem reiknaður er út af ÍSÍ, út frá þeim forsendum sem ákveðnar hafa verið hvert ár fyrir sig. Tekið er mið af fjarlægð, fjölda þátttakenda og fjölda ferða.
Enginn gistikostnaður eða annar kostnaður er styrkhæfur, einungis beinn ferðakostnaður.
Styrkur er greiddur út í febrúarmánuði vegna keppnisferða ársins á undan. Framkvæmdastjórn ÍSÍ staðfestir úthlutun sjóðsins áður en hún kemur til greiðslu.
Vinnureglur þessar eru staðfestar af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og breytingar á þeim eru gerðar í samráði við ráðuneytið.
Nánar
- 8.11.21
- Dagný Finnbjörnsdóttir
Opið fyrir umsóknir í Afrekssjóð HSV
Nú er búið að opna fyrir umsóknir í Afrekssjóð HSV. Samkvæmt reglugerð Afrekssjóðs HSV er markmið sjóðsins að styrkja unga og efnilega íþróttamenn með því að gera eins árs samning við viðkomandi (8. grein). En einnig er heimilt að úthluta einstaka styrkjum til þeirra íþróttamanna sem ekki falla undir skilyrði til samnings (9. grein).
- gr.
Eingöngu iðkendur aðildarfélaga HSV, sem stunda íþróttir sem viðurkenndar eru af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ), geta sótt um styrk úr sjóðnum.
- grein
Meginmarkmið sjóðsins er að styrkja unga og efnilega íþróttamenn sem líklegir eru til að verða afreksmenn í framtíðinni. Sjóðurinn skal ná því markmiði með því að gera eins árs samning við viðkomandi.
- grein
Heimilt er að úthluta úr Afrekssjóðnum einu sinni á ári til þeirra íþróttamanna sem ekki falla undir skilyrði til langtímasamnings.
Reglugerð Afrekssjóðs HSV
Við höfum nú uppfært umsóknarferlið fyrir sjóðinn og er það eins hvort sem sótt er um að gera samning eða fá einstaka styrki, umsækjandi velur í ferlinu hvoru hann sækist eftir. Umsækjandi sem óskar eftir samningi en fær ekki mun sjálfkrafa færast yfir í hóp þeirra sem sækja um einstaka styrki.
Umsóknarferlið fer fram í gengum heimasíðu HSV líkt og verið hefur. Slóðin inn á ferlið er https://hsv.is/umsokn/
Umsóknarfrestur er til og með 30.nóvember 2021
Nánar