- 15.08.22
- Heiðar Birnir Torleifsson
Íþróttaskólinn hefst 23. ágúst/HSV sports school starts 23th august
Íþróttaskólinn fyrir börn í 1.-4. bekk hefst 23. ágúst nk.
Skráningar fara fram í Sportabler
Um er að ræða grunnþjálfun, boltaskóla og sund.
Allar æfingar í grunnþjálfun og sundi fara fram á Austurvegi. Boltaskóli fyrir 1.-2. bekk fer sömuleiðis fram á Austurvegi. Boltaskóli fyrir 3.-4. bekk fer fram á Torfnesi.
Börnin geta valið allar greinarnar og eða einstaka grein.
Allar fyrirspurnir skulu berast á netfangið ithrottaskoli@hsv.is og svo er einnig hægt að hafa samband í síma 856-0300.
Yfirþjálfari íþróttaskólans er Heiðar Birnir Torleifsson.
HSV sport school for all kids in 3.-4th grade starts 23th august.
All registrations take place in Sportabler
In HSV sport school the children trainings include basic training, ball sports and swimming.
All basic training and swim sessions take place in Austurvegur(sporthall and swimming pool). Ball sports for 1-2th grade take as well place in Austurvegur. Ball sports for 3.-4th grade take place in Torfnes.
For more information you can contact us via e-mail ithrottaskoli@hsv.is or phone 856-0300.
Head coach of HSV sport school is Heiðar Birnir Torleifsson
Nánar
- 1.06.22
- Heiðar Birnir Torleifsson
Íþrótta og leikjanámskeið HSV hefst 08. júní og stendur yfir til 01. júlí
Íþrótta og leikjanámskeið HSV hefst 08. júní nk.
Námskeiðin verða fjögur talsins og eru fyrir öll börn fædd 2012-2015.
Skráning og greiðsla fer fram á þessum vef Sportabler | Vefverslun
Námskeiðin verða á eftirfarandi dögum:
8.-10. júní → Verð 3000 krónur (3 dagar).
13.-16. júní → Verð 4000 krónur (4 dagar).
20.-25. júní → Verð 5000 krónur (5 dagar).
27.- 01. júlí → Verð 5000 krónur (5 dagar).
Skráning og greiðsla fer fram hér Sportabler | Vefverslun Skrá þarf iðkendur á þær vikur sem taka á þátt í. Dagskrá hverrar viku er mismunandi.
Námskeiðin eru alla virka daga frá kl. 9-12. Krakkarnir geta fengið vistun frá kl. 8:30 án skipulagðrar dagskrár. Umsjón með námskeiðunum hefur Heiðar Birnir yfirþjálfari íþróttaskóla HSV.
Leikjanámskeiðin verða með sama sniði og á síðasta ári. Um er að ræða hefðbundið námskeið fyrir börn f. 2014-2015. Farið verður í leiki, fjöruferðir, hjólaferðir, fjallgöngur, sund, ýmsar íþróttagreinar prófaðar og margt fleira. Mæting fyrir börnin f. 2014-2015 er við Íþróttahúsið á Torfnesi allar vikurnar.
Fyrir börn f. 2012-2013 verður önnur dagskrá. Í fyrstu vikunni verða sundæfingar og almennar íþróttaæfingar. Í viku tvö verður golfnámskeið og fer það fram á svæði Golfklúbbs Ísafjarðar í Tunguskógi. Í viku þrjú verður almennt námskeið og í viku fjögur verður hjólreiðarnámskeið. Mæting er fyrir börnin f. 2012-2013 við íþróttahúsið á Torfnesi allar vikurnar fyrir utan viku tvö(golfnámskeiðið). Þá verður mæting við golfskálann í Tunguskógi.
Þjálfararnir sem koma að námskeiðunum eru Árni Heiðar Ívarsson, Sigþór Snorrason ásamt Heiðari Birni yfirþjálfara íþróttaskóla HSV. Um sundæfingarnar fyrir börn f. 2012-2013 sér Páll Janus Þórðarson og um golfæfingarnar fyrir sama aldursflokk sjá þjálfarar frá Golfklúbbi Ísafjarðar.
Einnig vinna á námskeiðinu starfsmenn úr vinnuskóla Ísafjarðarbæjar.
Á öllum námskeiðunum er nesti borðað um miðjan morgun og koma allir með hollt og gott nesti að heiman(ath ekkert sem inniheldur).
Rétt er að taka fram að öll börn eru velkomin á íþrótta- og leikjanámskeið HSV, búseta á starfssvæði HSV er ekki skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Heiðar Birnir á netfanginu ithrottaskoli@hsv.is
Nánar
- 23.05.22
- Dagný Finnbjörnsdóttir
Ársþing HSV haldið 11. maí
Ársþing HSV fór fram miðvikudaginn 11. maí sl. á 4. hæð stjórnsýsluhússins á Ísafirði. Hafdís Gunnarsdóttir var kosinn þingforseti og stjórnaði hann þinginu af mikilli festu og röggsemi. Þátttakendur í þinginu voru tæplega 40.
Á þingið mætti gestur frá UMFÍ, Jón Aðalsteinn Bergvinsson kynningarfulltrúi og ritstjóri skinfaxa ávarpaði þingið, hann kynnti fyrir þinginu dagskrá sumarsins og viðburði sem framundan eru á vegum UMFÍ. Jón Aðalsteinn sæmdi einnig Sigríði Láru Gunnlaugsdóttir starfsmerki UMFÍ fyrir hennar störf og framlag til íþróttahreyfingarinnar.
Fyrir þinginu lá tillaga um lagabreytingu. Breyting á 5 gr. laga var samþykkt á þinginu. Breytingin felur í sé að verði vanhöld á skýrsluskilum renni upphæð sem ekki er greidd út 30% í afreksmannasjóð og 70% í búnaðarsjóð HSV. Áður rann 100% í afreksmannasjóð. Stjórn HSV og framkvæmdastjóri munu vinna að frekari útfærslu á þessari samþykkt.
Ása Þorleifsdóttir sem gegnt hefur starfi formanns HSV sl. 4 ár gaf ekki kost á sér áfram til formennsku. Lára Ósk Pétursdóttir gefur kost á sér til formennsku. Þær breytingar urðu á stjórn HSV að úr aðalstjórn gengu Baldur Ingi Jónasson, Margrét Björk Brynhildardóttir ásamt Dagný Finnbjörnsdóttir framkvæmdastjóra HSV sem kosin var í stjórn á ársþingi 2021. HSV þakkar þeim innilega fyrir þeirra störf í þágu félagsins. Í stjórn gengu Axel Sveinsson, Hjördís Þráinsdóttir og Elísa Björk Jónsdóttir. Stjórn HSV er því þannig skipuð:
Lára Ósk Pétursdóttir formaður
Anton Helgi Guðjónsson
Axel Sveinsson
Hjördís Þráinsdóttir
Elísa Björk Jónsdóttir
Varastjórn:
Ásgerður Þorleifsdóttir
Ingibjörg Elín Magnúsdóttir
Þóra Marý Arnórsdóttir
Nánar
- 19.05.22
- Heiðar Birnir Torleifsson
Íþrótta og leikjanámskeið HSV hefst 08. júní
Íþrótta og leikjanámskeið HSV hefst 08. júní nk.
Námskeiðin verða fjögur talsins og eru fyrir öll börn fædd 2012-2015.
Skráning og greiðsla fer fram á þessum vef Sportabler | Vefverslun
Námskeiðin verða á eftirfarandi dögum:
8.-10. júní → Verð 3000 krónur (3 dagar).
13.-16. júní → Verð 4000 krónur (4 dagar).
20.-25. júní → Verð 5000 krónur (5 dagar).
27.- 01. júlí → Verð 5000 krónur (5 dagar).
Skráning og greiðsla fer fram hér Sportabler | Vefverslun Skrá þarf iðkendur á þær vikur sem taka á þátt í. Dagskrá hverrar viku er mismunandi.
Námskeiðin eru alla virka daga frá kl. 9-12. Krakkarnir geta fengið vistun frá kl. 8:30 án skipulagðrar dagskrár. Umsjón með námskeiðunum hefur Heiðar Birnir yfirþjálfari íþróttaskóla HSV.
Leikjanámskeiðin verða með sama sniði og á síðasta ári. Um er að ræða hefðbundið námskeið fyrir börn í 1.-2. bekk þ.e, farið verður í leiki, fjöruferðir, hjólaferðir, fjallgöngur, sund, ýmsar íþróttagreinar prófaðar og margt fleira. Mæting fyrir 1.-2.bekk og er við Íþróttahúsið á Torfnesi.
Fyrir börn í 3.-4. bekk verður önnur dagskrá. Í fyrsta vikunni verða sundæfingar og almennar íþróttaæfingar. Í viku tvö verður hefðbundið námskeið. Í viku þrjú verður golfnámskeið og í viku fjögur verður hjólreiðarnámskeið.
Ýmsir þjálfarar munu koma að þessum þætti námskeiðsins.
Á öllum námskeiðunum er nesti borðað um miðjan morgun og koma allir með hollt og gott nesti að heiman.
Rétt er að taka fram að öll börn eru velkomin á íþrótta- og leikjanámskeið HSV, búseta á starfssvæði HSV er ekki skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Heiðar Birnir á netfanginu ithrottaskoli@hsv.is
Nánar
- 18.05.22
- Dagný Finnbjörnsdóttir
Heiðursviðurkenningar á ársþingi HSV 2022
Á ársþingi HSV sem haldið var 11. maí síðastliðin voru sex einstaklingum veittar heiðursviðurkenningar HSV. Þjú gullmerki og þrettán silfurmerki voru veitt einstaklingum sem að hafa unnið ötult starf í þágu íþróttahreyfingarinnar
Eftirfarandi fengu viðurkenningar.
Silfurmerki HSV 2022:
Jenný Hólmsteinsdóttir
Jenný hefur komið að yngri flokka starfi knattspyrnunnar í mörg ár. Jenný hefur setið í stjórn, haldið utan um fjáraflanir, tekið að sér störf tengiliða og svo lengi mætti telja. Jenný hefur unnið ötult starf í þágu knattspyrnunnar með góðum árangri. Jenný hefur nú yfirgefið stjórn félagsins og vill stjórn nýta tækifærið og þakka henni kærlega fyrir það góða starf sem hún hefur unnið.
Salome Elín Ingólfsdóttir
Salome hefur starfað sem sjálfboðaliði innan knattspyrnunnar í mörg ár. Hefur tekið þátt í hinum ýmsu verkefnum og sinnt þeim af kostgæfni. Hún hefur til margra ára sinnt starfi tengiliða innan félagsins og er því vel kunnug hinum ýmsu verkefnum. Það er ómetanlegt að hafa öfluga sjálfboðaliða innan hreyfingarinnar og er Salome einstaklega gott dæmi um einn slíkan.
Elísabet Samúelsdóttir
Elísabet eða Bubba eins og við þekkjum hana flest, hefur starfað sem sjálfboðaliði innan knattspyrnunnar í mörg ár. Hefur tekið þátt í hinum ýmsu verkefnum og sinnt þeim af kostgæfni. Hún hefur til margra ára sinnt starfi tengiliða innan félagsins og er því vel kunnug hinum ýmsu verkefnum. Það er ómetanlegt að hafa öfluga sjálfboðaliða innan hreyfingarinnar og er Bubba einstaklega gott dæmi um einn slíkan.
Hafþór Halldórsson
Hafþór eða Haffi er mörgum kunnugur. Haffi hefur verið í sjálfboðaliðastörfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar í fjölda mörg ár og má segja að Haffi hafi gengið í öll möguleg störf. Haffi er vissulega fluttur af svæðinu, en við fáum ennþá að njóta krafta hans þar sem hann situr ennþá í stjórn meistaraflokks knattspyrnudeildar.
Atli Freyr Rúnarsson
Atli hefur starfað innan knattspyrnunnar til margra ára. Atli er frábær liðsmaður sem hefur fylgt félaginu lengi. Hann hefur lengi vel helgað sig að kvennaknattspyrnu á svæðinu og eigum við honum mikið að þakka.
Júlíus Ólafsson
Júlíus eða Júlli hefur setið í stjórn meistaraflokks til margra ára. Júlli hefur sinnt ótal mörgum sjálfboðaliðastörfum innan félagsins og gengið í hin ýmsu verk, það er alltaf hægt að treysta á að Júlli komi til aðstoðar. Hann hefur lagt sitt að mörkum til knattspyrnu á svæðinu.
Aníta Ólafsdóttir
Aníta hefur verið gjaldkeri yngri flokka knattspyrnudeildar Vestra til margra ára og hefur staðið sig með eindæmum vel. Aníta hefur haldið vel utan um sín verkefni og unnið að þeim fagmannlega og ötullega. Einnig hefur hún, til fjölda ára, haldið utan um búningakaup fyrir yngri flokka. Aníta hefur verið, og er enn, mikilvægur hlekkur í stjórn yngri flokka. Hún er hafsjór af upplýsingum og fróðleik sem hefur nýst félaginu vel. Sjálfboðaliðastarf Anítu í þágu knattspyrnunnar er ómetanlegt. Aníta er vel að silfurmerkinu komin, við þökkum henni innilega fyrir hennar góðu og vel unnu störf og vonumst til að fá að njóta krafta hennar áfram.
Guðný Stefanía Stefánsdóttir
Guðný má segja er einn helsti stuðningsmaður íþróttahreyfingarinnar á svæðinu. Guðný hefur unnið frábært starf í þágu knattspyrnunnar, bæði þegar kemur að yngri flokkum og meistaraflokk. Guðný hefur starfað sem tengiliður til margra ára, haldið utan um fjáraflanir, tekið þátt í hinum ýmsu verkefnum og skipulagningu og líklega gengið í flest öll sjálfboðaliðastörf innan hreyfingarinnar. Fólk eins og Guðný er algjörlega ómetanlegt innan íþróttahreyfingarinnar og er hún vel að silfurmerkinu komin.
Samúel Samúelsson
Samúel eða Sammi er einn af þeim sem við tengjum strax við knattspyrnu. Hann hefur unnið ötult starf í þágu knattspyrnunnar á svæðinu í mörg ár og er hvergi nærri hættur. Sammi hefur verið formaður meistaraflokksráðs til margra ára og hefur með óeigingjörnu starfi sínu og eljusemi unnið algjört þrekvirki við að koma knattspyrnunni á þann stað sem hún er í dag, með dyggum stuðningi annarra aðila. Það er knattspyrnunni á svæðinu mikilvægt að hafa mann eins og Samma með í för, hann gefst ekki upp á því að vinna að uppbyggingu íþróttarinnar á svæðinu. Hann hleypur í hin ýmsu störf innan hreyfingarinnar og lætur fátt stoppa sig. Sammi er vel að gullmerkinu kominn.
Ingi Björn Guðnason
Kkd. Vestra tilnefnir Inga Björn Guðnason til silfurmerkis. Ingi Björn lét nýverið af störfum úr stjórn kkd. Vestra eftir hátt í 10 ára starf. Ingi var einn af máttarstólpum deildarinnar allan þann tíma sem hann var hluti af stjórn KFÍ og síðar kkd. Vestra.
Árni Heiðar Ívarsson og Erna Sigrún Jónsdóttir
Árni Heiðar Ívarsson og Erna Sigrún Jónsdóttir Þau heiðurshjón hljóta silfurmerki HSV fyrir einstakt framlag til íþróttaiðkunnar bara í Ísajfarðarbæ en þau hafa haldið úti íþróttaskóla barnanna á hverjum laugardegi yfir vetrartímann í um það bil 20 ár og hefur íþróttaskólinn verið fastur punktur í lífi margra ísfirskra bara. HSV þakkar þeim af heilum hug fyrir þeirra einstaka framlag og óeigingjarna starf í þágu ísfiskra barna.
Einar Ágúst Yngvason
Einar var afar efnilegur alpagreinamaður á unglingsárum, en
skipti þá yfir í skíðagöngu þar sem hann átti farsælan feril. Hann var á
sínum tíma í hópi fremstu skíðagöngumanna landsins og vann m.a.
Íslandsmeistaratitla, en að keppnisferlinum loknum hélt hann áfram að sinna
íþróttinni af miklum áhuga og þrótti. Hann hefur m.a. setið í stjórn
Fossavatnsgöngunnar og var formaður Trimmnefndar Skíðasambands Íslands um
árabil. Þá hefur hann sinnt mótahaldi hér heimafyrir af krafti og verið
mótsstjóri, eða í öðrum störfum, á fleiri mótum en hægt er að telja. Þær
skipta líka örugglega mörgum hundruðum, klukkustundirnar sem hann hefur
unnið í sjálfboðavinnu við að byggja upp og bæta aðstöðu skíðagöngufólks á
Seljalandsdal.
Einar hefur líka haldið áfram að vera virkur þátttakandi í hinum ýmsu
íþróttum, svo sem þríþraut, hlaupum og auðvitað skíðagöngu. Hann var í hópi
þeirra fyrstu sem luku Landvætta þrautinni, sem samanstendur af hlaupi,
hjólreiðum, sundi og skíðagöngu, og árið 2008 varð hann fyrstur Íslendinga
til að hljóta nafnbótina Worldloppet Gold Master, en þann titil er hægt að
vinna í gegnum alþjóðlega mótaröð í skíðagöngu.
Í gegnum tíðina hefur Einar oft aðstoðað við þjálfun barna og unglinga hjá
Skíðafélagi Ísfirðinga, en undanfarin ár hefur hans aðals merki þó verið
fullorðinskennsla. Hann hefur því hjálpað bæði ungum og öldnum að rata í
réttu sporin, og þannig stuðlað að áframhaldandi uppbyggingu og eflingu
íþróttarinnar bæði hér heima og á landsvísu.
Gullmerki HSV 2022:
Hildur Elísabet Pétursdóttir
Hildur hefur starfað fyrir knattspyrnuhreyfinguna í fjölda ára. Hún hefur gengið í nánast öll störf innan hreyfingarinnar og sinnt þeim vel og örugglega. Störf Hildar hafa verið ómetanleg fyrir knattspyrnuna á svæðinu. Hildur hefur verið okkur flestum mikil fyrirmynd með hennar störfum og er góð fyrirmynd annarra foreldra þegar kemur að störfum í þágu félagsins.
Jón Hálfdán Pétursson
Jón Hálfdán, eða Nonni eins og við þekkjum hann flest, hefur starfað innan knattspyrnuhreyfingarinnar í tugi ára. Hann hefur starfað sem yfirþjálfari yngri flokka sem og þjálfari hjá meistaraflokk í fjölda mörg ár og sinnt störfum sínum vel. Nonni hefur verið óþreytandi í störfum sínum og alltaf tilbúinn að taka að sér þau verkefni sem hann er fenginn í. Hann hefur tekið að sér óteljandi störf sjálfboðaliða innan knattspyrnunnar og má stundum sjá hann á vellinum frá morgni til kvölds svo dögum skiptir. Nonni skipar stóran sess í knattspyrnuhreyfingunni og á hreyfingin honum mikið að þakka.
Ingólfur Þorleifsson
KKD. Vestra tilnefnir Ingólf Þorleifsson til gullmerkis. Ingólfur lét nýverið af störfum sem formaður kkd. Vestra og hefur hann verið viðloðandi körfuboltastarfið til 30 ára hjá KFÍ og svo síðar Vestra, flest þeirra sem formaður deildanna. Á körfuknattleiksdeildin honum mikið að þakka.
Nánar