Í dag er dagur sjálfboðaliðans. Upphaf dagsins má rekja aftur til ársins 1985 þegar Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að 5. desember yrði Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða um alla heim.

Tilgangur dagsins er að vekja athygli á því óeigingjarna starfi sem sjálfboðaliðar í samfélaginu sinna. Um allt land byggist starf íþrótta- og ungmennafélaga mikið til upp á sjálfboðaliðum og er þar engin undantekning á í okkar íþróttahéraði.

Fjöldi fólks innan okkar héraðssambands leggur íþróttahreyfingunni lið með því að sitja í stjórnum, nefndum, ráðum eða vinnuhópum. Sjálfboðaliðar taka þátt í foreldrastarfi, ferðalögum, fjáröflunum eða hjálpa til við framkvæmd móta, kappleikja og/eða annarra viðburða. Það sýnir sig að þetta starf skilar sér með góðum árangri í íþróttastarfi á okkar svæði og ekki síst í mikilvægu forvarnarstarfi ungmenna.

Aldrei má missa sjónar á gríðarlega mikilvægu framlagi sjálfboðaliða.

Nánar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Afrekssjóð HSV. Samkvæmt reglugerð Afrekssjóðs HSV er markmið sjóðsins að styrkja unga og efnilega íþróttamenn með því að gera eins árs samning við viðkomandi (8. grein). En einnig er heimilt að úthluta einstaka styrkjum til þeirra íþróttamanna sem ekki falla undir skilyrði til samnings (9. grein).

 

3. grein

Eingöngu iðkendur aðildarfélaga HSV, sem stunda íþróttir sem viðurkenndar eru af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ), geta sótt um styrk úr sjóðnum.

 

8. grein

Meginmarkmið sjóðsins er að styrkja unga og efnilega íþróttamenn sem líklegir eru til að verða afreksmenn í framtíðinni. Sjóðurinn skal ná því markmiði með því að gera eins árs samning við viðkomandi.

 

9. grein

Heimilt er að úthluta úr Afrekssjóðnum einu sinni á ári til þeirra íþróttamanna sem ekki falla undir skilyrði til langtímasamnings.

 

Reglugerð Afrekssjóðs HSV 

 

Við höfum nú uppfært umsóknarferlið fyrir sjóðinn og er það eins hvort sem sótt er um að gera samning eða fá einstaka styrki, umsækjandi velur í ferlinu hvoru hann sækist eftir. Umsækjandi sem óskar eftir samningi en fær ekki mun sjálfkrafa færast yfir í hóp þeirra sem sækja um einstaka styrki.

 

Umsóknarferlið fer fram í gengum heimasíðu HSV líkt og verið hefur. Slóðin inn á ferlið er hér: SÆKJA UM

 

Umsóknarfrestur er til og með 15.desember 2022

Nánar

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í Styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélaginu. Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ og Súðavík til hagsbóta

Umsóknarfrestur er til og með 25. október

Í umsókn þarf að koma fram helstu upplýsingar um þjálfarann og/eða verkefnið sem sótt er um styrk fyrir. Umsóknum skal skilað á netfangið hsv@hsv.is eða til HSV, Suðurgötu 12, 400 Ísafjörður

Reglugerð sjóðsins má finna á heimasíðu HSV; https://hsv.is/um_hsv/styrktarsjodur_thjalfara_hsv/

Frekari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri HSV, hsv@hsv.is eða í síma 865-7161

Nánar

Frétt af heimasíðu Vestra KSÍ C1 þjálfaranámskeið

 

Dagana 16.-18. september 2022 verður KSÍ C1 þjálfaranámskeið kennt hér á Ísafirði. 

Námskeiðið er fyrir alla áhugasama og engin skilyrði fyrir þekkingu eða reynslu í knattspyrnuþjálfun.

Námskeiðsgjald er 21.000kr,-

Við hvetjum alla áhugasama til að skrá sig og vera með okkur í þessu. Aldurstakmark á námskeiðið miðast við að þátttakendur séu fæddir árið 2007 og fyrr.

Skráning á námskeiðið fer fram hér.

 

Einnig er hægt að sækja um styrk fyrir námskeiðinu. Styrktarbeiðnir má senda á margeir@vestri.is.

Nánar

Mánudaginn 5. september byrjum við

Drengir í 7.-10. bekk æfa á mánudögum frá 14:50-15:40.

Stúlkur í 7.-10. bekk æfa á fimmtudögum frá 14:50-15:40.

Æfingar fara fram í Stöðinni Heilsurækt, Sindragötu 2.

Skráning inn á www.hsv.is og þar er valið; skráning iðkenda

Endilega hafið samband við mig í síma 865-7161 eða sendið mér tölvupóst á hsv@hsv.is fyrir frekar upplýsingar eða aðstoð við skráningu. 

Mike Reinold mun þjálfa og hefur hann góða reynslu þegar kemur að styrktar og þolþjálfun íþróttafólks. Hann hefur þjálfað íþróttamenn á öllum aldri og hefur því góða þekkingu þegar kemur að því að draga úr hættu á meiðslum og einnig til að bæta íþróttaárangur. Meðal íþróttagreina sem hann hefur verið að þjálfa fyrir eru blak, fótbolti, sund, körfubolti, íshokkí, golf og tennis. Mike er með B.S. gráðu í æfinga- og hreyfifræði og Masters gráðu í heilsu- og velferðarfræðum.

Nánar