Grunnskólamót Héraðssambands Vestfirðinga í frjálsum íþróttum verður haldið á Ísafirði kl. 13 á morgun. Mótið fer fram íþróttavallarhúsinu á Torfnesi en keppnisgreinar verða; langstökk, kúluvarp, boltakast, víðavangshlaup, 60 metra hlaup og 5X60 metra boðhlaup. Halda átti mótið á föstudag en því var frestað vegna veðurs. HSV hvetur alla sem geta að mæta og hvetja börnin áfram.
Eins og við flest vitum þá hefur Ísafjarðarbær ákveðið að nýta megi húsnæðið að Skólagötu 10 sem Menningarhús. Húsnæðið er mjög mikilvægt fyrir okkur og eiga íþróttafélögin eftir að geta notað húsnæðið á margan hátt. Nú vantar duglegar hendur til að koma húsinu í gott stand. og vonumst við til að íþróttafélögin hjálpi til við að koma því í gang. Verkstjóri verður í húsinu frá kl. 17 alla vikuna og frá kl. 10 á laugardag. Því betur sem þetta gengur því fyrr opnar húsið til notkunar.
NánarSunnudaginn 12 október kl 13:30 ætlar íþróttafélagið Ívar að halda hið árlega opna bocciamót í íþróttahúsinu á Torfnesi og vill bjóða öllum sem áhuga hafa að senda lið og taka þátt.
NánarLaugardaginn 20. september hefjast frjálsíþróttaæfingar í íþróttahúsinu á Torfnesi.
Æfingarnar eru fyrir alla krakka í 5. bekk og uppúr og eru íþróttakrakkar sem vilja bæta, hraða, stökkkraft, liðleika og snerpu sérstaklega hvött til að mæta.
Æfingar verða á laugardögum kl. 9:30-11:00 og fimmtudögum kl. 16:20-17:00.
Þjálfari verður Jón Oddsson
NánarHSV var með 31 keppenda á ULM 2008 er haldið var í Þorlákshöfn. Árangur þeirra var góður en þeir uppskáru 16 gull, 7 silfur og brons.
Nánar