Gleðilegt nýtt ár

Ég vil minna félögin á að það þarf að vera búið að skila inn til ferðasjóðs ÍSÍ fyrir 12.janúar næstkomandi. Mikilvægt er að öll félög sem geta samkvæmt reglum sótt um geri það. Ekki hika að vera í sambandi við skrifstofu HSV ef ykkur vantar einhverjar upplýsingar eða hjálp við umsóknina.

Nánar

Héraðssamband Vestfirðinga óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum liðið ár og hlökkum til samstarfsins á nýju ári.

Nánar

Málþinginu „Æskan á óvissutímum" hefur verið frestað þar sem veður hamlar nú flugi til Ísafjarðar. Málþingið verður haldið klukkan 16.30 á morgun, miðvikudag

Nánar

Þriðjudaginn 25. nóvember næstkomandi verður haldið málþing á Ísafirði með yfirskriftina  ,,Æskan á óvissutímum." Málþingið verður haldið á 4. hæð stjórnsýsluhússins og hefst kl. 16:30. Allir þeir sem láta sig velferð barna og ungmenna varða eru hvattir til að mæta.

Nánar

Frístundamiðstöð/ungmennahús verður opnað að Skólagötu 10 á Ísafirði föstudaginn 31. október næstkomandi og gefst bæjarbúum kostur á að koma og skoða húsið milli kl. 16 og 18.

Opið verður fyrir 16 ára og eldri á mánudögum og miðvikudögum milli kl. 20 og 23 fyrst um sinn, frá og með 3. nóvember.

Margvíslegt starf verður í húsinu en auk hefðbundinnar starfsemi ungmennahússins geta íþróttafélög- og önnur félög sem vinna að uppbyggilegu ungmennastarfi fengið aðstöðu í húsinu. Áhugasömum er bent á að hafa samband á fristund@isafjordur.is

Varla þarf að taka það fram að húsið verður algjörlega tóbaks- og vímuefnalaust

HSV hvetur alla til að mæta á föstudaginn og skoða húsið og kynna sér mögulega starfssemi í húsinu.

Nánar