Frístundahúsinu að Skólagötu 10 var færð ljósritunarvél að gjöf í dag. Það var Glitnir útibú á Ísafirði sem gaf vélina. Hún á án efa eftir að nýtast vel þeim sem nota húsið. Við færum Glitni þakkir fyrir það.
NánarFyrsta skíðagöngumót ársins, SFÍ gangan, fer fram á Seljalandsdal á laugardaginn kemur, 10. janúar. Keppt verður í aldursflokkum 13 ára og eldri, en flokkar 12 ára og yngri keppa síðar, enda er stutt síðan þeir krakkar byrjuðu að fara á skíði. Þjálfarar yngri hópanna munu láta vita þegar dagsetning hefur verið ákveðin.
Keppnin á laugardaginn hefst kl. 13:00. Ræst verður með hópstarti og gengið með frjálsri aðferð. Aldursflokkar 13-16 ára verða kláraðir fyrst, en síðan taka eldri flokkar við. Þátttakendur eru beðnir að mæta tímanlega á Dalinn til að flýta fyrir skráningu og undirbúningi.
Frestur til að sækja um styrk úr æskulýðssjóði rennur út 1. febrúar. Íþróttafélög, skátar, hjálpasveitir, nemendafélög og fleiri æskulýðssamtök geta sótt um, en úr sjóðnum er úthlutað á þriggja mánaða fresti. Íþróttafélög geta einnig sótt um styrk úr íþróttasjóði þar sem umsóknarfrestur rennur út 1. október.
NánarSunnudaginn 25. janúar kl. 16:00 verður íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2008 útnefndur. Athöfnin fer fram á 4. hæð stjórnsýsluhússins og er öllum opin.
NánarGleðilegt nýtt ár
Ég vil minna félögin á að það þarf að vera búið að skila inn til ferðasjóðs ÍSÍ fyrir 12.janúar næstkomandi. Mikilvægt er að öll félög sem geta samkvæmt reglum sótt um geri það. Ekki hika að vera í sambandi við skrifstofu HSV ef ykkur vantar einhverjar upplýsingar eða hjálp við umsóknina.
Nánar