Hugmyndin að þessum æfingabúðum á Ísafirði kviknaði eftir ferðir í æfingabúðir í Serbíu s.l. tvö sumur og var ákveðið að færa þá hugmynd nær okkur á þennan hátt. Búðirnar verða opnar öllum sem áhuga hafa, sama hvaðan þeir koma af landinu. Einnig hefur verið spurst fyrir um þátttöku frá Moskvu svo ef allt fer á besta veg, verða þetta alþjóðlegar æfingabúðir.
Ljóst er að um stórverkefni er að ræða og mikil undirbúningsvinna hefur verið lögð í það. Boðið verður upp á gistingu og fæði í mötuneyti fyrir þá er það vilja. Gistingin verður á Gistivist Menntaskólans á Ísafirði (Edduhótel) og mötuneytið verður þar einnig. Verðið er 40.000 kr. fyrir þá sem verða í búðunum og taka einnig gistingu og fullt fæði.
Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri HSV er verkefnisstjóri búðanna og mun sjá um að taka við bókunum. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Kristján í síma 861-4668 eða í netfangið hsv@hsv.is.
Nánar
Jón Páll Hreinsson formaður HSV veitti tvö gullmerki á þinginu og voru þau veitt Guðríði Sigurðardóttur og Rannveigu Pálsdóttur fyrir frábært starf í þágu almenningsíþrótta í Ísafjarðarbæ í yfir þrjátíu ár óslitið. Stjórn HSV óskar þeim kærlega til hamingju með gullmerkin. Helga Guðjónsdóttir veitt tvö starfsmerki UMFÍ til þeirra Jóns Páls Hreinssonar formanni HSV og Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.
Jón Páll var endurkjörinn formaður HSV og í stjórn HSV voru kosnir til næstu tveggja ára Maron Pétursson og Gylfi Gíslason. Þrír voru kosnir í varastjórn þau Erla Jónsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir og Ari Hólmsteinsson.
Nýkjörin stjórn óskar aðildarfélögum og öðrum samstarfsaðilum ánægjulegu starfsári og vonast eftir góðu samstarfi. Nánar
Athygli er vakinn á því að skýrsluskil eru 1.apríl. Ef einhverja spurningar eru varðandi skýrsluskilin þá hvetjum við félögin til að hafa samband við framkvæmdarstjóra HSV.
NánarAðalfundur Blakfélagsins Skells verður haldinn miðvikudaginn 25 mars.
Fundurinn verður haldinn í fundarsal Íþróttahússins á Torfnesi á annari hæð og hefst kl 20.00.
Dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf, í stuttu máli;
- Skýrslur stjórnar.
- Kosning formanns, tveggja stjórnarmanna og tveggja varamanna í stjórn.
- Önnur mál.
Foreldrar blak-krakka undir 14 ára, er sérstaklega bent á að þeir eru fulltrúar þeirra á slíkum fundum.
Allir félagar eru hvattir til að mæta á fundinn og hafa áhrif á starf félagsins.
Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar leikur í kvöld við Valsmenn í undanúrslitum umspils um laust sæti í úrvalsdeild. Sigri Ísfirðingar leikinn, keppa þeir annað hvort við Fjölni eða Hauka um sæti í úrvalsdeild. KFÍ skorar á alla brottflutta Vestfirðinga að mæta í Vodafonehöllina að Hlíðarenda klukkan 20 í kvöld og styðja sitt lið.
Nánar