KFÍ spilar mjög mikilvægan leik í kvöld við Hauka.  Með sigri í stíga strákarnir stórt skref í átt að úrslitakeppninni. Við hvetjum alla til að mæta í kvöld og styðja við bakið á strákunum. Leikurinn hefst kl 19:15.
Fyrirhugað er að halda Ásgeirsmótið í svigi um helgina. Það er þó þeim skilyrðum háð að veðrið verði í lagi. Frekari upplýsingar er á heimasíðu SFÍ www.snjor.is .
Hestamannafélagið Stormur stendur fyrir kynningunni "Beisli án méla". Frekari upplýsingar um þetta er á heimsíðu Storms http://stormur.123.is .

Ef einhver er með upplýsingar um frekari mót eða viðburði um helgina vinsamlegast látið vita á hsv@hsv.is .

Nánar
  Sýndu hvað í þér býr!


Námskeið í félagsmálafræðslu á Ísafirði 9. febrúar

Námskeið í félagsmálafræðslu verður haldið í Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði 9. mars. Fyrra námskeiðið byrjar klukkan 13:00 - 17:00 seinna er frá 18:00 og stendur til 22:00. Kennari á námskeiðinu er Sigurður Guðmundsson.

Ungmennafélag Íslands í samvinnu við Bændasamtök Íslands og Kvenfélagasamband Íslands standa fyrir félagsmálafræðslu um land allt í vetur undir yfirskriftinni ,,Sýndu hvað í þér býr." Hlutverk námskeiðsins er að sjá félagsmönnum fyrir fræðslu í ræðumennsku og fundarsköpum. Námskeiðsgjald er 5000 þúsund krónur.  

Áhugasömum er einnig bent á að afla sér frekari upplýsingar um verkefnið  hjá Guðrúnu Snorradóttur landsfulltrúa UMFÍ í síma 848-5917 og á gudrun@umfi.is og  Sigurði í síma 861-3379 og á sigurdur@umfi.is

Nánar

Krakkarnir í 13-14 ára flokki hjá Skíðafélaginu fóru til Dalvíkur og kepptu þar á bikarmóti. Keppt var í svigi og stórsvigi og stóðu krakkarnir sig vel. Frekari úrslit er hægt að nálgast á heimsíðu SFÍ www.snjor.is .
Meistaraflokkur KFÍ unnu öruggan sigur á Ármanni-Þrótti á föstudagskvöldið. Ungu strákarnir hjá KFÍ fengu að spreyta sig mikið í leiknum og stóðu sig mjög vel. Á laugardagin spilaði unglingaflokkur við Fjölnismenn og töpuðu þar 78-94.  Sjá má stigaskor leikmanna á www.kfi.is .

Hjá BÍ fóru strákarnir í 5.flokki á Goðamótið á Akureyri.  Alls fóru 25 strákar í ferðina sem er mikill fjöldi fyrir einn flokk.  Strákarnir stóðu sig vel og var ferðin góð og skemmtileg.

Nánar

Eins og aðrar helgar var mikið að gera hjá íþróttafólkinu okkar.  Meistaraflokkur KFÍ gerði góða ferð á Laugarvatn og vann þar mikilvægan sigur 65-87.

Púkamót Íslandsbanka var haldið um helgina í Tungudal og Seljalandsdal og heppnaðist það mjög vel þrátt fyrir misjafnlega gott veður og skíðafæri.  Keppendur voru um 100 frá Akureyri, Dalvík, Hólmavík og Reykjavík auk Ísafjarðar. Úrslit á mótinu er hægt að sjá á heimasíðu Skíðafélagsins www.snjor.is.

Blakkonur í Skelli kepptu í seinni umferð riðlakeppninnar á Íslandsmótinu sem fram fór í Ólafsvík. HSV hefur ekki í höndum úrslit en þær stóðu sig örugglega vel eins og alltaf.

Strákarnir í 3.flokki karla skelltu sér til Akureyrar og kepptu þar á Greifamóti KA. Strákarnir stóðu sig mjög vel á mótinu.
Harðarstrákarnir í 3.flokki karla fengu Gróttumenn í heimsókn og lutu í lægra haldi.  Strákarnir sem eru á sínu fyrsta ári á Íslandsmóti gerðu sitt besta en eiga svolítið í land með að halda í sterkustu liðin í riðlinum enda eru það lið með reynda stráka sem eru búnir að æfa handbolta töluvert lengur.  Þetta kemur allt með æfingunni.

Nánar

 Helgin var viðburðarík hjá ísfirsku íþróttafólki.  Meistaraflokkur KFÍ tapaði fyrir Þór Þorlákshöfn í hörku leik sem fór í framlenginu og endaði 84-86. Á laugardaginn spilaði svo unglingaflokkur við firnasterkt lið Keflavíkur og endaði leikurinn með sigri Keflavíkur 72-101. Þessa má geta að í liði Keflavíkur voru tveir landsliðsmenn og annar þeirra Ísfirðingurinn Sigurður Þorsteinsson.

Sundfélagði Vestri fór til Reykjavíkur um helgina og keppti á Gullmóti  KR.  Þetta er stórt mót og voru um 600 keppendur.  Vestrakrakkarnir stóðu sig örugglega vel og voru félagi sínu til mikils sóma eins og þeim er von og vísa.

Strákarnir í 3.flokki Harðar í handbolta fengu Þróttara í heimsókn og náðu Harðarmenn ekki að sýna sitt rétta andlit og biðu lægri hlut 22-33. Þeir eru í stöðugri framför og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Skíðafélagið hélt félagsmót í stórsvigi við góðar aðstæður. Keppt var í flokkum 9-10 ára, 11-12, 13-14 ára og 15 ára og eldri.  Úrslit mótsins má sjá á heimasíðu SFÍ www.snjor.is .

Hjá BÍ hélt Luka Kostic fyrirlestur og voru margir áhugasamir knattspyrnumenn framtíðarinnar mættir og höfðu gagn og gaman af.

Félög er hvött til þess að senda framkvæmdarstjóra HSV upplýsingar um viðburði til þess að setja inn á viðburðadagatal heimasíðu HSV.

Nánar