Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í afreksmannasjóð sambandsins. Auglýst er eftir umsóknum fyrir árið 2009.
Hægt er að sjá reglugerð sjóðsins hér á heimasíðu HSV.
Umsóknarfrestur er til 14. júní 2009
Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is
Nánar
Aðalfundur Hestamannafélagsins Storms árið 2009
fer fram í reiðhöllinni á Söndum í Dýrafirði,
sunnudaginn 14. júní og hefst kl. 13:00.
Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
- 1. Skýrsla stjórnar fyrir s.l. ár lesin upp.
- 2. Reikningar félagsins fyrir árið 2008 lagðir fram.
- 3. Knapaskjól ehf. og staða þess í dag.
- 4. Kosinn formaður til eins árs.
- 5. Kosinn gjaldkeri til tveggja ára.
- 6. Kosinn meðstjórnandi til tveggja ára.
- 7. Kosnir tveir varamenn í stjórn til eins árs.
- 8. Kosnir tveir skoðunarmenn.
- 9. Kosnir fulltrúar á H.S.V. þing og á L.H. þing.
- 10. Framtíð Æskulýðsnefndar og Hrossaræktarnefndar og kosning í þær.
- 11. Kosning í mótsstjórn fyrir félagsmót Storms fyrir árið 2010.
- 12. Vígsla nýrra félaga og þeir boðnir velkomnir.
- 13. Önnur mál.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og tjá sig um málefni er varða Hestamannafélagið Storm, framtíð þess og starfsemi.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórn Hestamannafélagsins Storms 2008-2009;
Nanna Björk Bárðardóttir, formaður,
Svala Björk Einarsdóttir, ritari,
Bjarni Jóhannsson, gjaldkeri,
Jóhann Bragason, meðstjórnandi,
Sigmundur Þorkelssson, meðstjórnandi,
Sonja Elín Thompson, varamaður,
Rögnvaldur Ingólfsson, varamaður.
Nánar
Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í verkefnasjóð sambandsins. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að styrkja útbreiðslu og átaksverkefni í íþróttastarfi í Ísafjarðarbæ. Styrkveitingum er ætlað að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu og auka aðgengi að einstökum íþróttagreinum.
Umsóknarfrestur er til 2. Júní 2009
Vakin er sérstök áhersla á reglugerð sjóðssins sem finna má á heimasíðu HSV www.hsv.is . Þar undir „Um HSV" og þar í verkefnasjóður.
Sjóðurinn styrkir ekki: mannvirkjagerð, áhaldakaup, keppnisferðir eða uppskeruhátíðir.
Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is
Nánar
KFÍ mun standa fyrir æfingabúðum fyrir iðkendur úr yngri flokkum í körfuknattleik, bæði stráka og stelpur á aldrinum 10-17 ára, í körfubolta í júní (7.6. til 14.6). Búðirnar verða í Jakanum, íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði. Borce Ilievski yfirþjálfari KFÍ hefur fengið til liðs við sig þekkta þjálfara frá Serbíu, en tveir þeirra starfa við þjálfun yngri flokka hjá stórliði CSKA Moskva. Þekktastur er Ratko Joksic en hann hefur verið lengi í þessu starfi og er verður að teljast mikill fengur að fá hann til landsins. Hann mun verða faglegur bakhjarl búðanna og halda fyrirlestra fyrir þjálfara sem annað hvort starfa við búðirnar og auðvitað alla þá þjálfara sem verða á Ísafirði sem gestir eða að fylgja sínum iðkendum hingað.
Hugmyndin að þessum æfingabúðum á Ísafirði kviknaði eftir ferðir í æfingabúðir í Serbíu s.l. tvö sumur og var ákveðið að færa þá hugmynd nær okkur á þennan hátt. Búðirnar verða opnar öllum sem áhuga hafa, sama hvaðan þeir koma af landinu. Einnig hefur verið spurst fyrir um þátttöku frá Moskvu svo ef allt fer á besta veg, verða þetta alþjóðlegar æfingabúðir.
Ljóst er að um stórverkefni er að ræða og mikil undirbúningsvinna hefur verið lögð í það. Boðið verður upp á gistingu og fæði í mötuneyti fyrir þá er það vilja. Gistingin verður á Gistivist Menntaskólans á Ísafirði (Edduhótel) og mötuneytið verður þar einnig. Verðið er 40.000 kr. fyrir þá sem verða í búðunum og taka einnig gistingu og fullt fæði.
Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri HSV er verkefnisstjóri búðanna og mun sjá um að taka við bókunum. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Kristján í síma 861-4668 eða í netfangið hsv@hsv.is.
Nánar
Hérðasþing HSV var haldið í gær 28.apríl í Edinborgarhúsinu. Var mæting góð hjá þingfulltrúum sem og gestum. Ávörp gesta voru frá Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og Helgu Guðjónsdóttur formanni UMFÍ en hún kom á þingið ásamt Sæmundi Runólfssyni framkvæmdarstjóra UMFÍ. Þingið gekk vel fyrir sig undir traustum höndum þingforseta Gísla Úlfarssonar. Tillögur fengu góða og sanngjarna umfjöllun í nefndum og voru nefndarstörf vel unnin.
Jón Páll Hreinsson formaður HSV veitti tvö gullmerki á þinginu og voru þau veitt Guðríði Sigurðardóttur og Rannveigu Pálsdóttur fyrir frábært starf í þágu almenningsíþrótta í Ísafjarðarbæ í yfir þrjátíu ár óslitið. Stjórn HSV óskar þeim kærlega til hamingju með gullmerkin. Helga Guðjónsdóttir veitt tvö starfsmerki UMFÍ til þeirra Jóns Páls Hreinssonar formanni HSV og Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.
Jón Páll var endurkjörinn formaður HSV og í stjórn HSV voru kosnir til næstu tveggja ára Maron Pétursson og Gylfi Gíslason. Þrír voru kosnir í varastjórn þau Erla Jónsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir og Ari Hólmsteinsson.
Nýkjörin stjórn óskar aðildarfélögum og öðrum samstarfsaðilum ánægjulegu starfsári og vonast eftir góðu samstarfi.
Nánar