Strandblak námskeið og Vestfjarðamót
Íþróttafélagið Höfrungur á Þingeyri mun um næstu helgi 26.-28. júní halda viðamikið og glæsilegt námskeið í strandblaki í samstarfi við strandblak.is. Í beinu framhaldi af námskeiðinu og kennslunni mun verða haldið fyrsta Vestfjarðamótið í strandblaki.
Karl Sigurðsson reyndur leiðbeinandi frá Strandblak.is hefur yfirumsjón með námskeiðinu. Hann er einn af frumkvöðlum strandblaks á Íslandi og hefur meðal annars keppt fyrir hönd Íslands í strandblaki erlendis. Við hjá Höfrungi teljum okkur vera virkilega lánssöm að fá Karl vestur til þess að kenna þessa skemmtilegu íþrótt á okkar glæsilegu völlum við íþróttamiðstöðina á Þingeyri.
Kjörið er fyrir alla fjölskylduna að koma á svæðið og tjalda á tjaldsvæðinu sem er stutt frá strandblaksvöllunum
Dagskrá helgarinnar verður sem hér segir:
Föstudagurinn 26. júní 19:00-21:00
Farið yfir grunn hugmyndina með strandblaki, farið yfir helstu reglur, grunntækni í boltameðferð strandblaksins kennd og leyft að prófa.
Laugardagurinn 27. Júní 10:00 - 13:30 byrjendur og unglingar.
14:30 - 18:00 fólk með smá reynslu.
Framhald af því sem kennt hafði verið á föstudeginum og reynt að auka við færni þátttakennda á markvissan hátt.
Sunnudagurinn 28. júní 09:00 - ? Vestfjarðamót í blaki
Keppt verður í karla og kvennaflokki, byrjendur munu keppa í svokölluðum trimmhóp (þrír saman) þannig að allir ættu að geta haft gaman af því að vera með.
Verð er krónur 4000 á mann og greiðist við upphaf námskeiðs
Áhugasömum er bent á að skrá sig hjá Eyrúnu Hörpu á eyrunharpa@simnet.is og síma 456-8475
Nánar
Frjálsar íþróttir - Æfingar
Boðið verður upp á æfingar í frjálsum íþróttum í sumar. Það er Jón Halldór Oddsson sem mun sjá um æfingarnar sem fara fram á Torfnesvelli mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 12-13 fyrir 10-13 ára og mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18:30 fyrir 14 ára og eldri. Stefnt verður að þátttöku á Unglingalandsmóti Íslands á Sauðárkróki um verslunarmanna-
helgina. Verð fyrir sumarið er 10.000 krónur.
Nánar
Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í afreksmannasjóð sambandsins. Auglýst er eftir umsóknum fyrir árið 2009.
Hægt er að sjá reglugerð sjóðsins hér á heimasíðu HSV.
Umsóknarfrestur er til 14. júní 2009
Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is
Nánar
Aðalfundur Hestamannafélagsins Storms árið 2009
fer fram í reiðhöllinni á Söndum í Dýrafirði,
sunnudaginn 14. júní og hefst kl. 13:00.
Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
- 1. Skýrsla stjórnar fyrir s.l. ár lesin upp.
- 2. Reikningar félagsins fyrir árið 2008 lagðir fram.
- 3. Knapaskjól ehf. og staða þess í dag.
- 4. Kosinn formaður til eins árs.
- 5. Kosinn gjaldkeri til tveggja ára.
- 6. Kosinn meðstjórnandi til tveggja ára.
- 7. Kosnir tveir varamenn í stjórn til eins árs.
- 8. Kosnir tveir skoðunarmenn.
- 9. Kosnir fulltrúar á H.S.V. þing og á L.H. þing.
- 10. Framtíð Æskulýðsnefndar og Hrossaræktarnefndar og kosning í þær.
- 11. Kosning í mótsstjórn fyrir félagsmót Storms fyrir árið 2010.
- 12. Vígsla nýrra félaga og þeir boðnir velkomnir.
- 13. Önnur mál.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og tjá sig um málefni er varða Hestamannafélagið Storm, framtíð þess og starfsemi.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórn Hestamannafélagsins Storms 2008-2009;
Nanna Björk Bárðardóttir, formaður,
Svala Björk Einarsdóttir, ritari,
Bjarni Jóhannsson, gjaldkeri,
Jóhann Bragason, meðstjórnandi,
Sigmundur Þorkelssson, meðstjórnandi,
Sonja Elín Thompson, varamaður,
Rögnvaldur Ingólfsson, varamaður.
Nánar
Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í verkefnasjóð sambandsins. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að styrkja útbreiðslu og átaksverkefni í íþróttastarfi í Ísafjarðarbæ. Styrkveitingum er ætlað að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu og auka aðgengi að einstökum íþróttagreinum.
Umsóknarfrestur er til 2. Júní 2009
Vakin er sérstök áhersla á reglugerð sjóðssins sem finna má á heimasíðu HSV www.hsv.is . Þar undir „Um HSV" og þar í verkefnasjóður.
Sjóðurinn styrkir ekki: mannvirkjagerð, áhaldakaup, keppnisferðir eða uppskeruhátíðir.
Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is
Nánar