Knattspyrnuskóli Íslans á Þingeyri
Knattspyrnuskóli Íslands verður haldinn á ÞINGEYRI
8. - 12. júlí, 2009
Hvar: Á Þingeyri við Dýrafjörð.
Hvenær: 8. - 12. júlí 2009.
Fyrir hverja: Alla knattspyrnuiðkendur, stráka og stelpur, sem eru 11 - 17 ára, þ.e. fædd 1992-1998, sem eru: 3., 4. og 5. flokkur og yngsta ár í 2. flokki.
Tilgangur: Bjóða knattspyrnuiðkendum á Vestfjörðum upp á úrvals knattspyrnuskóla á svæðinu. Í skólanum er kennd tækni, taktík og gildi rétts hugarfars.
Skólasetning: Miðvikuudaginn 8. júlí kl. 14:00 í Grunnskólanum á Þingeyri. Skráning/mæting kl. 12:00 - 13:30 þann sama dag.
Skólaslit: Sunnudaginn 12. júlí kl. 14:00
Kennarar: Reyndir þjálfarar & íþróttakennarar
Sérstakir gestir: Nánar auglýst síðar.
Skólastjóri: Bjarni Stefán Konráðsson, íþróttafræðingur og knattspyrnuþjálfari.
Skráning og uppl.: Bjarni Stefán, s. 695-4504 og bjarnist@mr.is, Sigmundur, s. 863-4235 og sigmfth@simnet.is
Verð: 16.900.- krónur. Systkinaafsláttur 4.000.- krónur.
Innifalið: Sjö æfingar og knattspyrnumót • fullt fæði og húsnæði (svefnpokagisting í Grunnskólanum) • peysa, bakpoki, þátttökupeningur, fótbolti, frítt í sund, hæfileikakeppni o.fl. • fræðsla fagmanna um knattspyrnuleg málefni • örugg gæsla allan sólarhringinn.
Nánar
Lokaskráningardagur fyrir Landsmót á Akureyri er 29. júní næstkomandi. Það er því ekki eftir neinu að bíða en að fara að að skrá sig til leiks og er það gert hjá framkvæmdarstjóra HSV í netfang hsv@hsv.is eða í síma 861-4668. Nú þegar eru búinn að skrá sig til leiks fimm lið í blaki, körfubolta, fótbolta og Bridds. Ekki hefur verið mikið um skráningar í einstaklingsgreinar en það er nægur tími til stefnu. HSV heldur á morgun miðvikudaginn 24. júní opinn fund um Landsmótsferðina og verður fundurinn kl 18:00 í íþróttahúsinu Torfnesi. Þar er hægt að nálgast upplýsingar um keppnisgreinar, dagskrá og einnig verður hægt að skrá sig til keppni. HSV hvetur alla sem hafa hug á og langar að fara á landsmót að mæta á fundinn. Allar upplýsingar um mótið er einnig að finna á heimasíður mótsins www.umfi.is/landsmot . Allir geta fundið sér eitthverja grein við hæfi þar sem keppt er bæði í íþróttagreinum sem og starfsgreinum.
Nánar
Strandblak námskeið og Vestfjarðamót
Íþróttafélagið Höfrungur á Þingeyri mun um næstu helgi 26.-28. júní halda viðamikið og glæsilegt námskeið í strandblaki í samstarfi við strandblak.is. Í beinu framhaldi af námskeiðinu og kennslunni mun verða haldið fyrsta Vestfjarðamótið í strandblaki.
Karl Sigurðsson reyndur leiðbeinandi frá Strandblak.is hefur yfirumsjón með námskeiðinu. Hann er einn af frumkvöðlum strandblaks á Íslandi og hefur meðal annars keppt fyrir hönd Íslands í strandblaki erlendis. Við hjá Höfrungi teljum okkur vera virkilega lánssöm að fá Karl vestur til þess að kenna þessa skemmtilegu íþrótt á okkar glæsilegu völlum við íþróttamiðstöðina á Þingeyri.
Kjörið er fyrir alla fjölskylduna að koma á svæðið og tjalda á tjaldsvæðinu sem er stutt frá strandblaksvöllunum
Dagskrá helgarinnar verður sem hér segir:
Föstudagurinn 26. júní 19:00-21:00
Farið yfir grunn hugmyndina með strandblaki, farið yfir helstu reglur, grunntækni í boltameðferð strandblaksins kennd og leyft að prófa.
Laugardagurinn 27. Júní 10:00 - 13:30 byrjendur og unglingar.
14:30 - 18:00 fólk með smá reynslu.
Framhald af því sem kennt hafði verið á föstudeginum og reynt að auka við færni þátttakennda á markvissan hátt.
Sunnudagurinn 28. júní 09:00 - ? Vestfjarðamót í blaki
Keppt verður í karla og kvennaflokki, byrjendur munu keppa í svokölluðum trimmhóp (þrír saman) þannig að allir ættu að geta haft gaman af því að vera með.
Verð er krónur 4000 á mann og greiðist við upphaf námskeiðs
Áhugasömum er bent á að skrá sig hjá Eyrúnu Hörpu á eyrunharpa@simnet.is og síma 456-8475
Nánar
Frjálsar íþróttir - Æfingar
Boðið verður upp á æfingar í frjálsum íþróttum í sumar. Það er Jón Halldór Oddsson sem mun sjá um æfingarnar sem fara fram á Torfnesvelli mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 12-13 fyrir 10-13 ára og mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18:30 fyrir 14 ára og eldri. Stefnt verður að þátttöku á Unglingalandsmóti Íslands á Sauðárkróki um verslunarmanna-
helgina. Verð fyrir sumarið er 10.000 krónur.
Nánar
Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í afreksmannasjóð sambandsins. Auglýst er eftir umsóknum fyrir árið 2009.
Hægt er að sjá reglugerð sjóðsins hér á heimasíðu HSV.
Umsóknarfrestur er til 14. júní 2009
Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is
Nánar