Þessa dagana er Ísfirðingurinn Arna Sigríður Albertsdóttir, ásamt stöllu sinni og fylgdarmönnum þeirra, á skíðum í Winter Park í Colorado. Þær stöllur eru með bloggsíðu þar sem lesa má um ævintýri þeirra og skoða myndir. Slóð síðunnar er: http://kristinogarna.bloggar.is 

Nánar
Tveir þátttakendur, þær Ragney Líf Stefánsdóttir og Kristín Þorsteinsdóttir fóru á vegum íþróttafélagsins Ívars og kepptu á  Íslandsmóti ÍF í sundi í 25 metra laug. Það er óhætt að segja að árangurinn hafi verið glæsilegur og fengu þær 10 verðlaunapeninga og Ragney Líf setti 2 Íslandsmet. Ragney bætti 9 ára gamalt Íslandsmet í 50 metra skriðsundi um þriðjung úr sekúndu. Einnig setti hún Íslandmet í 50 metra bringusundi og bætti metið um rúmar 2 sekúndur. Kristín vann 1 gull, 2 silfur og 1 brons

Ragney keppti í 6 greinum og vann þær allar. Hún keppti í eftirfarandi greinum.

50 skrið: 35,20    ÍSLANDSMET!
50 bak: 46,58
100 bringa: 1.53,29
100 skrið: 1.18,63
50 bringa: 48,79    ÍSLANDSMET!
200 skrið: 3.01,05

Kristín keppti í 5 greinum og fék 1 gull, 2 silfur og 1 brons. Hún keppti í eftirfarandi greinum:

50 skrið: 40,73 
50 bak: 48,84
100 skrið: 1.32,09 
50 bringa: 58,48
200 skrið: 3.20,14 Nánar
Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í verkefnasjóð sambandsins. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að styrkja útbreiðslu og átaksverkefni í íþróttastarfi í Ísafjarðarbæ. Styrkveitingum er ætlað að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu og auka aðgengi að einstökum íþróttagreinum.

Umsóknarfrestur er til 20. desember 2009

Vakin er sérstök áhersla á reglugerð sjóðssins sem finna má á heimasíðu HSV www.hsv.is . Þar undir „Um HSV" og þar í verkefnasjóður. 

Sjóðurinn styrkir ekki: mannvirkjagerð, áhaldakaup, keppnisferðir eða uppskeruhátíðir.

 

Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson   í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is

Nánar
KFÍ-ÍR keppa í 16 liða úrslitum Subway-bikarsins á Sunnudagskvöld.  Leikurinn hefst kl 19:15 og hvetjum við alla til að mæta og hvetja leikmenn KFÍ á móti úrvalsdeildarliði ÍR.  Frekari upplýsingar eru á heimasíðu KFÍ www.kfi.is Nánar

Hurðaskellur, jólamót blakfélagsins Skells var haldið í íþróttahúsinu Torfnesi s.l. laugardaginn 28. Nóvember.  Góð þátttaka var bæði í krakka og fullorðinsflokki og kepptu um 60 blakarar á mótinu.


Myndir frá mótinu eru komnar inn á myndasíðuna á heimasíðu Skells www.hsv.is/skellur

Nánar