Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í afreksmannasjóð sambandsins. Auglýst er eftir umsóknum fyrir árið 2010 og síðstu þrjá mánuði ársins 2009.

Geta allir íþróttamenn sótt um styrk í sjóðinn svo framlega sem þeir séu aðilar innan HSV og uppfylli þau skilyrði sem eru í 7.grein laga afreksmannasjóðsins.

7. gr.

„Stjórn sjóðsins getur veitt styrk ef viðkomandi uppfyllir eitthvert eftirtalinna skilyrða:

Ef hann keppir á eða hefur möguleika á þátttöku á Ólympíu-, Heims-, Evrópu- eða Norðurlandameistaramótum.

Ef hann er valinn í landslið. Ef hann er framarlega í íþróttagrein sinni á landsvísu eða hefur sýnt mjög góðan árangur og er líklegur til að komast í hóp bestu íþróttamanna landsins í íþróttagrein sinni.  Skal þá miðað við styrkleikaflokkun sérsambanda (sé hún til)".

Hægt er að sjá reglugerð sjóðsins inn á heimasíðu HSV.  

Umsóknarfrestur er til 7. mars 2010

Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson  í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is

Nánar
Tippleikur HSV er að hefja göngu sína núna í janúar.  Erfiðlega hefur gengið að koma leiknum af stað á ný eftir flott ár 2006-2007.  Eru margar ástæður fyrir því.  Nú hefur Boltafélag Ísafjarðar ákveðið að sjá um leikinn fyrir HSV og öll aðildarfélög HSV.  Það eru góðar fréttir því þarna er mjög duglegt og drífandi fólk sem á örugglega eftir að drífa leikinn í gang. 

Leikurinn hefst laugardaginn 30.janúar og fer skráning fram á heimasíðu tippleiksins www.tippleikur.is/hsv og einnig er hægt að skrá sig í gegnum netfang tippleiksins getraunir@hsv.is
Þess má geta að með því að taka þátt í tippleik HSV og tippa hjá Íslenskum getraunum styrkir þú öll íþróttarfélögin í Ísafjarðarbæ í einu.  Tippnúmer aðildarfélaga HSV er nr 400

Nánar
1 af 2
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2009 var kjörinn í gær sunnudaginn 24.janúar.  Flottur hópur af frábæru íþróttafólki var tilnefndur frá níu íþróttarfélögum.  Emil Pálsson knattspyrnumaður úr Boltafélagi Ísafjarðar var kjörinn íþróttamaður ársins 2009.   Þrátt fyrir ungan aldur er Emil einn allra besti knattspyrnumaður sem Vestfirðingar hafa átt. Hann spilaði á tveimur stórmótum í haust, Norðurlandamóti og Evrópumóti þar sem hann var byrjunarliðsmaður í U-17 liði Íslands og skoraði tvö mörk í erfiðum leikjum. Þrátt fyrir ungan aldur er hann burðarstólpi í meistaraflokki BÍ88. Hann hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum KSÍ og stundar nú æfingar með U-17 ára landsliði Íslands. Hann leggur hart að sér við æfingar jafnt sem leiki og er fyrirmynd allra íþróttamanna, yngri sem eldri.  Emil er vel af þessum titli kominn og óskar HSV honum innilega til hamingju með árangurinn.

Í kjöri til íþróttamanns Ísafjarðarbæjar voru eftirfarandi íþróttafólk.  Við hjá HSV erum gríðalega stolt af þessu frábæra íþróttafólki og óskum þeim öllum til hamingju með frábæran árangur á síðasta ári og hlökkum til að fylgjast með því í framtíðinni. 

Anna María Stefánsdóttir          Sundfélagið Vestri

Anton Helgi Guðjónsson           Golfklúbbur Ísafjarðar

Baldur Geir Gunnarsson            Knattspyrnufélagið Hörður, handknattleiksdeild

Bylgja Dröfn Magnúsdóttir         Hestamannafélagið Hending

Emil Pálsson                             Boltafélag Ísafjarðar

Guðmundur Valdimarsson          Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar

Pance Iliewski                          Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar

Ragney Líf Stefánsdóttir            Íþróttafélagið Ívar

Silja Rán Guðmundsdóttir          Skíðafélag Ísfirðinga



Nánar

Ísafjarðarbær hefur endurnýjað verkefnasamning við Héraðssamband Vestfirðinga. Samningurinn felur í sér að HSV tekur að sér skilgreind verkefni á vegum bæjarfélagsins.  Samningurinn er mjög mikilvægur fyrir íþrótta og æskulýsstarfsemina í bænum og er markmiðið með samningnum er að renna enn styrkari stoðum undir íþrótta- og æskulýðsstarfsemi á vegum HSV. Verkefnin sem héraðssambandinu eru falin eru af ýmsum toga svo sem þrif á fjörum, þrif eftir áramót, umsjón með ýmsum verkefnum á Skíðaviku, umsjón með knattspyrnusvæði, umsjón með golfvöllum, vinna við 17. júní og fleira.

Nánar

Héraðssamband Vestfirðinga óskar öllum nær og fjær gleðilegra jóla
og farsældar á nýju ári.

Nánar