Flugfélag Íslands og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hafa endurnýjað samning um afsláttarkjör á fargjöldum í innanlandsflugi fyrir íþróttahreyfinguna til næstu 12 mánaða.

Þrátt fyrir miklar hækkanir á mikilvægum þáttum í flugrekstri, náðust samningar um að fargjöld haldist óbreytt frá samningi síðasta árs og á það vonandi eftir að létta undir með íþróttahreyfingunni í starfsemi þessa árs. 

ÍSÍ hefur átt farsælt samstarf við Flugfélag Íslands um áratuga skeið enda íþróttahreyfingin stór viðskiptavinur Flugfélags Íslands.

Samninginn má lesa hér.  Eintak af samningnum verður sent út á næstu dögum, til allra eininga innan vébanda ÍSÍ, til upplýsingar.

Á myndinni má sjá þau Ingi Þór Guðmundsson forstöðumaður sölu- og markaðssviðs FÍ og Líneyju Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ að handsala samninginn.

Nánar
  

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í verkefnasjóð sambandsins. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að styrkja útbreiðslu og átaksverkefni í íþróttastarfi í Ísafjarðarbæ. Styrkveitingum er ætlað að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu og auka aðgengi að einstökum íþróttagreinum. 

Umsóknarfrestur er til 17. maí 2010

Vakin er sérstök áhersla á reglugerð sjóðssins sem finna má á heimasíðu HSV www.hsv.is . Þar undir „Um HSV" og þar í verkefnasjóður. 

Sjóðurinn styrkir ekki: mannvirkjagerð, áhaldakaup, keppnisferðir eða uppskeruhátíðir.

 

Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is

Nánar
Fjölmargir þingfulltrúar og gestir mættur á þingið.
Fjölmargir þingfulltrúar og gestir mættur á þingið.
1 af 3

10. ársþing HSV fór fram í gær 28.apríl í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.  Mjög góð mæting var á þingið og mættu um 50 manns.  Marinó Hákonarson var þingforseti og Hermann Níelsson annar þingforseti og stjórnuðu þeir þinginu mjög vel og af mikilli fagmennsku  Þingritari var Sigrún Sigvaldadóttir.  Jón Páll Hreinsson formaður HSV flutti skýrslu stjórnar sem þetta árið var með nýju sniði og mjög viðamikil og gefur góða mynd af starfi HSV og aðildarfélaga þess. Gjaldkeri sambandsins Maron Pétursson lagði fram reikninga sambandsins og kom fram í máli formanns og gjaldkera að rekstur sambandsins er í járnum og er það verkefni nýrrar stjórnar að auka tekjur sambandsins.  HSV var rekið með um 300 þús. króna tapi á síðasta starfsári.  Á þinginu störfuðu þrjár nefndir, allsherjarnefnd, fjárhags- og stefnumótunarnefnd og laganefnd. Sextán tillögur lágu fyrir þinginu og sköpðuðust góðar umræður í nefndum þingsins.  
Eyrún Harpa Hlynsdóttir stjórnarmaður UMFÍ ávarpaði þingið og sagði frá starfi UMFÍ.  Guðjón Þorsteinsson stjórnarmaður í körfuknattleikssambandi Íslands bar kveðju KKÍ til HSV og þakkaði fyrir gott samstarf.  Því miður var ekki flogið til Ísafjarðar vegna öskufalls og komust því miður ekki aðrir gestir frá UMFÍ og ÍSÍ.  Formaður HSV bar upp kveðju frá formanni UMFÍ og formanni og framkvæmdarstjóra ÍSÍ. 
Formaður HSV veitti fjórum einstaklingum heiðursmerki HSV fyrir frábær störf í þágur íþrótta og æskulýðsstarfs í Ísafjarðarbæ.  Gullmerki fékk Harpa Björnsdóttir og silfurmerki þau Marinó Hákonarson, Margrét Eyjólfsdóttir og Guðni Guðnason. 
Jón Páll Hreinsson var endurkjörinn formaður HSV.  Til stjórnarsetu til tveggja ár voru kosnir þeir Guðni Guðnason sem var endurkjörinn og Sturla Páll Sturluson sem kemur nýr inn í stjórn HSV.  Í varastjórn voru kosin Erla Jónsdóttir, Ari Hólmsteinsson og Margrét Högnadóttir.  Aðrir stjórnarmenn kosnir 2009 til tveggja ár eru Gylfi Gíslason og Maron Pétursson.  Sigrún Sigvaldadóttir hættir í stjórn HSV eftir mörg ár í stjórn og eru henni færðar sérstakar þakkir fyrir góð störf og gott samstarf.
Blakfélagið Skellur sá um kaffiveitingar á þinginu og voru þær sérstaklega glæsilegar og er félaginu færðar þakkir fyrir.

Nánar
10. Ársþing HSV 2010 verður haldið miðvikdaginn 28.apríl kl 18:00 á 4.hæð stjórnsýsluhússins á Ísafirði.  Dagskrá er hefðbundin samkvæmt lögum sambandsins.  Lög sambandsins má sjá hér á heimasíðunni. Nánar

Krakkarnir í blakfélaginu Skelli tóku þátt í seinni hluta Íslandsmótsins í blaki yngri flokka um helgina. Skellur sendu fjögur lið; þrjú í 5. flokki og eitt lið í 4. flokki og er þetta fyrsta heila Íslandsmótið sem Skellur tekur þátt í. Í krakkablaki er spilað mismunandi stig af blaki eftir getu og á Íslandsmótinu er spilað í mismunandi deildum eftir því hvaða stig krakkarnir spila. Hér fyrir neðan er sagt frá hverju liði fyrir sig í örfáum orðum:


 Skellur 1 í 5. flokki: Liðið spilaði 3. stig á mótinu í haust og 4. stig á þessu móti. Óhætt er að segja að þessir krakkar séu farnir að spila fallegt blak. Í þeirra deild voru 12 lið og spilað í tveimur riðlum. Á mótinu í haust unnu þau alla leiki í sínum riðli og töpuðu naumlega úrslitaleik 2-1 við Aftureldingu sem var efsta liðið í hinum riðlinum. Á þessu móti fór riðlakeppnin á sama hátt, Skellur og Afturelding unnu hvort sinn riðilinn og aftur var leikinn úrslitaleikur í lok mótsins. Nú mættu krakkarnir í Skelli gríðarlega einbeitt til leiks og aldrei var spurning hvoru megin sigurinn lenti. Leikurinn vannst 2-0 og Skellur hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum í sinni deild. Það vakti mikla athygli að félagið skyldi ná gulli á fyrsta Íslandsmótinu sínu.  Í liðinu voru: Bjarni Pétur, Auður Líf, Ívar Tumi, Birkir og Daði. Fjögur þeirra eru í raun í 6. flokki og eru því að spila upp fyrir sig. Þetta lið mun því spila í deild með A-liðum á næsta ári enda hafa þau sýnt og sannað að þau eiga fullt erindi í það. (tekið af heimasíðu Skells www.hsv.is/skellur )

Nánar