Fjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun
Sumarfjarnám 1. stigs almenns hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst 28. júní nk. Námið tekur 8 vikur og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.
Námið jafngildir íþróttafræði 1024 í framhaldsskólakerfinu og er metið sem slíkt.
Fjarnámið er öllum opið 16 ára og eldri sem áhuga hafa. Nemendur skila verkefni í hverri viku auk lokaverkefnis og krossaprófa.
Skráning er til 25. júní á
namskeid@isi.is
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
eða í síma 514-4000. Þátttökugjald er kr. 24.000.-
Allar frekari uppl. veitir sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ í síma 460-1467 og á
vidar@isi.is
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Nánar
Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í afreksmannasjóð sambandsins. Auglýst er fyrir umsóknir fyrir fyrstu 9 mánuði ársins 2010.
Geta allir íþróttamenn sótt um styrk í sjóðinn svo framlega sem þeir séu aðilar innan HSV og uppfylli þau skilyrði sem eru í 7.grein laga afreksmannasjóðsins.
7.gr
Stjórn sjóðsins getur veitt styrk ef viðkomandi uppfyllir eitthvert eftirtalinna skilyrða:
Ef hann keppir á eða hefur möguleika á þátttöku á Ólympíu-, Heims-, Evrópu- eða
Norðurlandameistaramótum.
Ef hann er valinn í landslið eða úrtök fyrir landslið. Ef hann er framarlega í íþróttagrein
sinni á landsvísu eða hefur sýnt mjög góðan árangur og er líklegur til að komast í hóp
bestu íþróttamanna landsins í íþróttagrein sinni. Skal þá miðað við styrkleikaflokkun
sérsambanda (sé hún til).
Lið eða hópur geta fengið úthlutað ef þau eru framarlega í íþróttagrein sinni á landsvísu
eða hafa sýnt mjög góðan árangur og eru líkleg til að komast í hóp bestu liða/hópa
Hægt er að sjá reglugerð sjóðsins inn á heimasíðu HSV.
Umsóknarfrestur er til 13. júní 2010
Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is
Nánar
Grunnskólamót í frjálsum Íþróttum
Grunnskólinn á Ísafirði hélt í gær mánudaginn 31.maí grunnskólamót í frjálsum íþróttum. Keppendur voru úr 5-10.bekk grunnskólans. Fjölmargir krakkar tóku þátt í keppninni. Keppt var í fjórum greinum langstökki, 100m hlaupi, víðavangshlaupi og kúluvarpi. Veittar voru viðurkenningar fyrir þrjá stigahæstu keppenduna. Gaman var að sjá hvað krakkarnir höfðu gaman af og allir skemmtu sér konunglega.
Fyrir þá krakka sem hafa áhuga á því að æfa frjálsar íþróttir í sumar þá eru æfingar fyrir 10-13 ára á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kr 12:00-13:00 og fyrir 14 ára og eldri kl 18:30 sömu daga. Þjálfari er Jón Oddsson.
Nánar
Framtíðarsýn íþróttamála í Ísafjarðarbæ - Pistill frá formanni HSV
Á undanförnum sex árum sem ég hef starfað í stjórn HSV, þar síðustu þrjú sem
formaður hef ég átt orðastað við hundruðir manna, þjálfara, foreldra, iðkenda og
forsvarsmanna í íþróttahreyfingunni í Ísafjarðarbæ.
Smám saman hefur það runnið upp fyrir mér að við erum á villigötum. Við erum á
villigötum í rekstri og starfsemi í málefnum yngstu iðkendanna.
Það er mín staðfasta trú að það kerfi sem við höfum byggt upp hjá aðildarfélögum HSV
með mikilli sérhæfingu frá unga aldri og of mikilli áherslu á keppni og afrek sé rangt og
því eigum við að breyta. Ég tel jafnframt að kerfið sem heldur utanum þjálfun og keppni
yngstu iðkendanna sé of dýrt. Það er of umfangsmikið og það leggur of miklar kröfur á
stjórnendur og foreldra í að afla fjár til að halda starfinu úti, í stað þess að beina kröftum
þeirra í það sem skiptir máli að byggja upp betri einstaklinga í okkar unga fólki.
Það þarf margt að breytast til að hægt sé að snúa þessari þróun við. Fyrst og fremst
þarf hugarfarsbreytingu. Svo þarf samstarf að stóraukast milli félaga. Loks þarf að
endurhugsa þarfir okkar yngstu iðkenda í samræmi við þarfir og óskir foreldra. Við
þurfum að spyrja okkur; Hvað er það í raun og veru sem skiptir mestu máli í starfsemi í
íþróttum yngstu barnanna? Þeir tímar sem framundan eru í okkar samfélagi gera auknar
kröfur á okkur sem eru í forsvari fyrir þessa grunnþjónustu sem íþróttastarf barna og
unglinga er. Það er ábyrgð okkar allra að skapa aðstæður þannig að allir geti fengið
tækifæri á að þroska líkama og hug innan vébanda íþróttahreyfingarinnar.
Þessar hugleiðingar mínar sem ég hef nú lýst fyrir ykkur eru ekki árás á núverandi starf
aðildarfélaga eða á það góða fólk sem starfar innan þeirra. Það fólk á allan heiður skilið
fyrir fórnfúst starf. Ómetanlegt starf fyrir samfélagið. Ég er hinsvegar að kalla eftir nýrri
hugsun, nýju hugarfari. Það er von mín að okkur takist að endurskipuleggja íþróttastarf
yngstu iðkenda okkar þannig að sérhæfing minnki, kostnaður foreldra minnki verulega
og gæðin aukist. Ég er amk. tilbúinn að leggja mitt af mörkum.
Jón Páll Hreinsson formaður HSV
Nánar
Hádegisverðarfundur ÍSÍ - alþjóðadagur hreyfingar
Alþjóðadagur hreyfingar
10.maí er alþjóðadagur hreyfingar. Af því tilefni bjóðum við upp á fræðandi fyrirlestur um samgönguhjólreiðar miðvikudaginn 12.maí á Ísafirði, á 4.hæð í Stjórnsýsluhúsinu kl: 12:00 - 13:00. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis
Dagskrá:
Jón Páll Hreinsson, formaður HSV
Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri hreyfingar hjá Lýðheilsustöð. Alþjóðlegur dagur hreyfingar.
Kristín Lílja Friðriksdóttir, verkefnisstjóri Hjólað í vinnuna
Árni Davíðsson, Hjólafærni á Íslandi, samgönguhjólreiðar.
Margrét Halldórsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar
Léttar veitingar í boði ÍSÍ.
Nánar