Ingvar yfirþjálfari deildarinnar mun fylgja drengjunum suður og fylgjast með framgangi þeirra á æfingum sem og fylgjast með störfum landsliðsþjálfarans.
Við óskum drengjunum og fjölskyldum þeirra til hamingju með þennan merka áfanga.
Einnig hægt að sjá í frétt á heimasíðu Harðar www.hsv.is/hordur . Nánar
7. gr.
Stjórn sjóðsins getur veitt styrk ef viðkomandi uppfyllir eitthvert eftirtalinna skilyrða:
Ef hann keppir á eða hefur möguleika á þátttöku á Ólympíu-, Heims-, Evrópu- eða
Norðurlandameistaramótum.
Ef hann er valinn í landslið eða úrtök fyrir landslið. Ef hann er framarlega í íþróttagrein
sinni á landsvísu eða hefur sýnt mjög góðan árangur og er líklegur til að komast í hóp
bestu íþróttamanna landsins í íþróttagrein sinni. Skal þá miðað við styrkleikaflokkun
sérsambanda (sé hún til).
Lið eða hópur geta fengið úthlutað ef þau eru framarlega í íþróttagrein sinni á landsvísu
eða hafa sýnt mjög góðan árangur og eru líkleg til að komast í hóp bestu liða/hópa
Hægt er að sjá reglugerð sjóðsins inn á heimasíðu HSV.
Umsóknarfrestur er til 5. nóvember 2010
Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is
NánarMeistaraflokkur karla spilaði svo við geysisterkt lið Grindavíkur á útivelli á sunnudaginn. Eftir að hafa verið yfir í hálfleik og veitt Grindavík mikla mótspyrnu fór svo að lokum að heimamenn náðu að knýja fram sigur 96-87. Það var greinilegt á þessum leik að KFÍ eru ekki komnir í úrvaldsdeild að ástæðu lausu og munu vera erfiðir mótherjar í vetur. Frekari umfjöllun um leiki KFÍ um helgina er að finna á heimasíðu félagsins www.kfi.is .
Strákarnir í 2.flokki Harðar í handknattleik léku sinn fyrsta leik í vetur á móti sterku liði HK. HK-ingar sigruðu leikinn og voru Harðar strákar svolítið ryðgaðir í fyrsta leik en mikið býr í þessu liði og eiga þeir vafalítið eftir að ná sér á strik í vetur og ná inn góðum úrslitum.
Boltafélag Ísafjarðar hélt lokahóf sitt um helgina í íþróttahúsinu Torfnesi. Þar kom fram að iðkendur BÍ í sumar voru um 180 talsins strákar og stelpur og kepptu flest allir flokkar á Íslandsmóti í sumar. Veitt voru verðlaun og viðurkenningar og að lokum fengu sér allir góðar veitingar á glæsilegu kökuhlaðborði. Nánar
Körfuboltatímabilið er nú farið af stað og lið KFÍ farin að spila hvert af öðru. Stelpurnar í meistaraflokki kvenna byrjuðu tímabilið með glæsilegum sigri á Þór frá Akuureyri og er drengjaflokkur KFÍ búin að spila tvo leiki, sigrar einn og tapa öðrum naumlega gegn sterku Haukaliði. Næstkomandi fimmtudaginn 7.október spilar svo meistaraflokkur KFÍ sinn fyrsta heimaleik í Icelandexpress deild karla. KFÍ mun þar etja kappi við Tindastól og hefst leikurinn kl 19:15. Nú er bara að fjölmenna á leikina hjá KFÍ liðunum og styðja vel við bakið á þeim. Frekari fréttir og nánari skil á leikjum KFÍ liðanna er að finna á heimasíðu KFÍ www.kfi.is .
Nánar