- 11.10.10
Meistaraflokkur karla spilaði svo við geysisterkt lið Grindavíkur á útivelli á sunnudaginn. Eftir að hafa verið yfir í hálfleik og veitt Grindavík mikla mótspyrnu fór svo að lokum að heimamenn náðu að knýja fram sigur 96-87. Það var greinilegt á þessum leik að KFÍ eru ekki komnir í úrvaldsdeild að ástæðu lausu og munu vera erfiðir mótherjar í vetur. Frekari umfjöllun um leiki KFÍ um helgina er að finna á heimasíðu félagsins www.kfi.is .
Strákarnir í 2.flokki Harðar í handknattleik léku sinn fyrsta leik í vetur á móti sterku liði HK. HK-ingar sigruðu leikinn og voru Harðar strákar svolítið ryðgaðir í fyrsta leik en mikið býr í þessu liði og eiga þeir vafalítið eftir að ná sér á strik í vetur og ná inn góðum úrslitum.
Boltafélag Ísafjarðar hélt lokahóf sitt um helgina í íþróttahúsinu Torfnesi. Þar kom fram að iðkendur BÍ í sumar voru um 180 talsins strákar og stelpur og kepptu flest allir flokkar á Íslandsmóti í sumar. Veitt voru verðlaun og viðurkenningar og að lokum fengu sér allir góðar veitingar á glæsilegu kökuhlaðborði. Nánar
Körfuboltatímabilið er nú farið af stað og lið KFÍ farin að spila hvert af öðru. Stelpurnar í meistaraflokki kvenna byrjuðu tímabilið með glæsilegum sigri á Þór frá Akuureyri og er drengjaflokkur KFÍ búin að spila tvo leiki, sigrar einn og tapa öðrum naumlega gegn sterku Haukaliði. Næstkomandi fimmtudaginn 7.október spilar svo meistaraflokkur KFÍ sinn fyrsta heimaleik í Icelandexpress deild karla. KFÍ mun þar etja kappi við Tindastól og hefst leikurinn kl 19:15. Nú er bara að fjölmenna á leikina hjá KFÍ liðunum og styðja vel við bakið á þeim. Frekari fréttir og nánari skil á leikjum KFÍ liðanna er að finna á heimasíðu KFÍ www.kfi.is .
NánarSameiginlegt lið BÍ/Bolungarvík vann sér sæti í 1.deild í knattspyrnu nú í sumar með því að lenda í öðru sæti í 2.deild. Þetta er sannarlega glæsilegur árangur hjá þessu unga og efnilega liði. Liðið vann fimmtán leiki í sumar, gerði tvö jafntefli, tapaði fimm leikjum og fékk því 47 stig. Á lokahófi liðsins á laugardaginn var Sigurgir Sveinn Gíslason kosinn besti leikmaður sumarsins, Andri Rúnar Bjarnason var kosinn verðmætasti leikmaðurinn ásamt því að vera markahæstur en hann skoraði 18 mörk í 21 leik og Emil Pálsson var kosinn efnilegasti leikmaðurinn. HSV óskar liðinu til hamingju með glæsilegan árangur og óskar þeim velfarnaðar í 1.deild.
NánarUmsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga hefur verið opnað. Til úthlutunar vegna ársins 2010 verða 57 millj. króna. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um í sjóðinn vegna ferða á fyrirfram skilgreind styrkhæf íþróttamót á árinu 2010. Umsóknarsvæðið verður opið út mánudaginn 10.janúar 2011. Ekki verður tekið við umsóknum eftir það.
Hægt er að komast inn á umsóknarsvæðið í gegnum tengil á forsíðu heimasíðu ÍSÍ eða með því að smella hér. Við stofnun umsóknar fær viðkomandi senda vefslóð sem er rafrænn lykill að umsókninni. Með því að smella á vefslóðina er hægt að koma aftur að umsókninni allt þar til hún er fullkláruð. Umsóknin er síðan send til ÍSÍ í gegnum umsóknarsvæðið innan tilskilins umsóknarfrests.
Nánar