Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, konu og karli, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 25. júní til 9. júlí n.k.  Að þessu sinni er umfjöllunarefnið ólympismi auk þess sem fjallað er um 50 ára sögu Alþjóða Ólympíuakademíunnar og fræðslu á hennar vegum. Flugferðir og uppihald eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Leitað er eftir einstaklingum sem náð hafa mjög góðum árangri í íþróttagrein (-greinum) og/eða sinnt kennslu/þjálfun/félagsstörfum innan íþróttahreyfingarinnar, ásamt því að sýna málefnum ólympíuhreyfingarinnar sérstakan áhuga. Þeir skulu hafa gott vald á ensku og/eða frönsku og vera fyrirmynd annars æskufólks í hvívetna.

Umsóknum skal skilað, á þar til gerðum eyðublöðum til skrifstofu ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, ekki seinna en föstudaginn 25. mars n.k. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöðin á heimasíðu ÍSÍ, www.isi.is.

Umsókn skal skilað á ensku og skulu fylgja henni tvær passamyndir. Umsóknareyðublöð liggja einnig frammi á skrifstofu ÍSÍ. Frekari upplýsingar veitir Örvar Ólafsson verkefnastjóri á skrifstofu ÍSÍ. Sími 514 4000, orvar@isi.is

Einnig má benda á heimasíður IOA www.ioa-sessions.org/ , og www.ioa.org.gr

Nánar
 

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í afreksmannasjóð sambandsins. Geta allir íþróttamenn sótt um styrk í sjóðinn svo framlega sem þeir séu aðilar innan HSV og uppfylli þau skilyrði sem eru í 7.grein laga afreksmannasjóðsins.

7. gr.

Stjórn sjóðsins getur veitt styrk ef viðkomandi uppfyllir eitthvert eftirtalinna skilyrða:

Ef hann keppir á eða hefur möguleika á þátttöku á Ólympíu-, Heims-, Evrópu- eða

Norðurlandameistaramótum.

Ef hann er valinn í landslið eða úrtök fyrir landslið. Ef hann er framarlega í íþróttagrein

sinni á landsvísu eða hefur sýnt mjög góðan árangur og er líklegur til að komast í hóp

bestu íþróttamanna landsins í íþróttagrein sinni. Skal þá miðað við styrkleikaflokkun

sérsambanda (sé hún til).

Lið eða hópur geta fengið úthlutað ef þau eru framarlega í íþróttagrein sinni á landsvísu

eða hafa sýnt mjög góðan árangur og eru líkleg til að komast í hóp bestu liða/hópa

Hægt er að sjá reglugerð sjóðsins inn á heimasíðu HSV.  

Umsóknarfrestur er til  10. mars 2011

Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson  í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is

Nánar
ÍSÍ hefur auglýst til febrúarúthlutunar úr afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ.  Umsóknarfrestur er til 28.febrúar 2011 og skal senda umsóknir til ÍSÍ merktar afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.  Einnig er hægt að senda umsóknir rafrænt á orvar@isi.is.  Að þessu sinni hvetur sjóðsstjórn sérstaklega ungar og framúrskarandi íþróttakonur til að sækja um í sjóðinn. Nánar

Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2010 var kjörinn í gær sunnudaginn 23.janúar.  Flottur hópur af frábæru íþróttafólki var tilnefndur frá níu íþróttarfélögum.   Emil Pálsson Boltafélagi Ísafjarðar varð hlutskarpastur í kjörinu annað árið í röð.  Þrátt fyrir ungan aldur er Emil einn allra besti knattspyrnumaður sem Vestfirðingar hafa átt. Hann spilaði á æfingamóti í Svíþjóð með U-18 ára liði Íslands þar sem hann var byrjunarmaður í öllum leikjum. Þrátt fyrir ungan aldur er hann burðarstólpi í meistaraflokki BÍ88 og var fyrirliði þess árið 2010. Hann hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum KSÍ og stundar nú æfingar með U-19 ára landsliði Íslands. Hann leggur hart að sér við æfingar jafnt sem leiki og er fyrirmynd allra íþróttamanna, yngri sem eldri.  Emil er vel af þessum titli kominn og óskar HSV honum innilega til hamingju með árangurinn.

Í kjöri til íþróttamanns Ísafjarðarbæjar voru eftirfarandi íþróttafólk.  Við hjá HSV erum gríðalega stolt af þessu frábæra íþróttafólki og óskum þeim öllum til hamingju með frábæran árangur á síðasta ári og hlökkum til að fylgjast með því í framtíðinni. 

Anton Helgi Guðjónsson Golfklúbbi Ísafjarðar

Elena Dís Víðisdóttir Sundfélaginu Vestra

Elín Jónsdóttir Skíðafélagi Ísfirðinga

Emil Pálsson Boltafélagi Ísafjarðar

Guðmundur Valdimarsson Skotíþróttafélagi Ísafjarðarbæjar

Jóhann Bragason Hestamannafélaginu Stormi

Margrét Rún Rúnarsdóttir Ksf. Harðar

Craic Schoen KFÍ

Ragney Líf Stefánsdóttir Íþróttafélaginu Ívar 

Nánar
Sunnudaginn 23.janúar kl 16:00 verður íþróttamaður Ísafjarðarbæjar útnefndur við hátíðlega athöfn. Athöfnin fer fram á 4.hæð stjórnsýsluhússins á Ísafirði og er öllum opin. Nánar